Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2024 09:02 Andrea Sif Pétursdóttir er landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum og er með mikla stórmótareynslu. Vísir/Einar Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“ EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“
EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira