Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. október 2024 16:27 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals sem fátt getur stöðvað þessa dagana. Vísir/Anton Brink Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira