Þurfa að læra að lifa með takmörkunum vegna jarðhræringanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 11:35 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar, sagði frá stöðunni í málefnum bæjarins í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. Bylgjan Formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur segir að fólk þurfi að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar á Reykjanesi setja á sama tíma og unnið sé að því að auka aðgengi að bænum. Tillögur um það verða kynntar á allra næstunni. Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Aðeins íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Grindavík hafa aðgang að bænum og lokunarpóstar eru á öllum innakstursleiðum þangað nú þegar er farið að nálgast ár frá því að fyrst byrjaði að gjósa við Grindavík og bærinn var rýmdur. Árni Þór Sigurðsson, formaður svokallaðrar Grindavíkurnefndar, lýsti því í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að nefndin skoðaði möguleikana á hindrunarlausum aðgangi að bænum, að minnsta kosti á meðan óvissustig eða vægari viðbúnaður er í gildi. Vonast væri til að hugmyndir um opnun bæjarins yrðu kynntar á næstunni, jafnvel á næstu dögum. Markmiðið væri að tryggja öryggi eins og hægt væri til þess að hægt væri að hleypa meira súrefni inn í bæinn. Það hefur meðal annars verið gert með því að kortleggja holrými innan bæjarmarkanna og girða þau svæði af og fylla upp í sprungur. „Auðvitað erum að vonast til þess að það sé verið að hleypa meira súrefni inn í bæinn og samfélagið og renna styrkari stoðum undir þá starfsemi sem er þar nú þegar en er kannski að berjast í bökkum. Hugsanlega verður það til þess að einhver starfsemi getur opnað sem hefur ekki getað verið í gangi að undanförnu,“ sagði Árni Þór. Verður ekki eins og var Hann gerði sér þó grein fyrir að einnig væru atvinnufyrirtæki sem ekki gætu eða treystu sér hvorki til þess að hefja starfsemi annars staðar né snúa aftur til Grindavíkur. Þá væri ljóst að viss önnur starfsemi færi ekki aftur í gang, þar á meðal skólarnir og hjúkrunarheimili. „Þannig að þetta verður auðvitað ekki eins og var og það er auðvitað kannski langt í það líka, sérstaklega á meðan atburðarrásin er í gangi. Það er ekki hægt að lýsa yfir goslokum í Grindavík,“ sagði Árni Þór. „Við þurfum svolítið að læra að lifa með þeim takmörkunum sem jarðhræringarnar setja okkur innan þess ramma og reyna að búa þannig um hnútana að starfsemi geti átt sér stað,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Sprengisandur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira