Seigla, trú og geðheilbrigði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 13. október 2024 15:01 Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar