Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 22:17 Hareide segir að Kolbeinn Finnsson hafi verið minntur á hve vel hann stóð sig gegn Tyrkjum og Englendingum. Getty/Ahmad Mora Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira