„Get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 21:33 Alexandra Hafsteinsdóttir hefur getið sér gott orð sem íshokkíþjálfari en hún vill ekki starfa fyrir Íshokkísamband Íslands nema sambandið geri betur í baráttu við kynþáttafordóma. Stöð 2 Sport Alexandra Hafsteinsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Íshokkísambandi Íslands og segist ekki geta tilheyrt sambandi sem ekki taki harðar á kynþáttaníði líkt og því sem átt hafi sér stað á Akureyri í síðasta mánuði. Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Alexandra er líkt og fleiri afar óánægð með afstöðu aganefndar ÍHÍ í þeim málum sem hún hefur nú úrskurðað um eftir leik SA og SR í úrvalsdeild karla 28. september. Langt bann fyrir ofbeldi en eins leiks bann fyrir „óviðeigandi orð“ Bræðurnir Jonathan og Daniel Otuoma, leikmenn SR, voru dæmdir í bann til áramóta fyrir að ráðast á Birki Einisson, leikmann SA, eftir leikinn. Í úrskurðinum segir að árásin hafi verið líkamleg en að einnig hafi verið viðhafðar hótanir. Birkir var hins vegar dæmdur í eins leiks bann, fyrir að láta „óviðeigandi orð“ falla í garð Jonathan í leiknum, á meðan að Jonathan lá á svellinu eftir harkalega ákeyrslu. Orð sem Alexandra segir hafa verið klárt kynþáttaníð og hefur Vísir rætt við vitni að atvikinu sem hafa sömu sögu að segja. Í úrskurði aganefndar ÍHÍ kemur hins vegar ekkert fram um hvaða orð voru látin falla eða með hvaða hætti þau voru „óviðeigandi“. SR var svo dæmt til að greiða 50 þúsund króna sekt vegna óviðeigandi ummæla formanns íshokkídeildar SR, Erlu Guðrúnar Jóhannesdóttur, sem var í hlutverki liðsstjóra í leiknum. Þau ummæli munu hafa fallið vegna meints rasisma Birkis. Í úrskurði segir að „munnlegur skætingur“ Erlu eftir leik sæmi ekki einstaklingi í hennar stöðu. Fleiri gætu hætt vegna málsins Alexandra hefur verið aðstoðarþjálfari U18-landsliðs kvenna en hætti störfum í síðustu viku vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa fleiri starfsmenn sambandsins í hyggju að gera slíkt hið sama, og einnig munu leikmenn, að minnsta kosti í herbúðum SR, íhuga að gefa ekki kost á sér í landslið á meðan að sambandið beiti sér ekki harðar gegn kynþáttaníði. „Skýr skilaboð um að okkur verði ekki trúað“ „Ég get ekki með nokkru móti réttlætt það að vera sjálfboðaliði innan sambands sem tekur harðar á þeim sem verða fyrir rasisma heldur en þeim sem hafa endurtekið látið rasísk og fordómafull ummæli falla,“ skrifar Alexandra í pistli á Facebook. „Orð á móti orði gildir einungis fyrir meint rasísk ummæli, en ekki fyrir meintum hótunum þess sem svarar fyrir sig. Þetta eru skýr skilaboð til okkar sem erum dökk á hörund innan hreyfingarinnar, að okkur verður ekki trúað, á okkur verður ekki hlustað, og að við verðum alltaf gerð að vandamálinu og gerendur okkar að fórnarlömbunum í þessum aðstæðum. Ég get ekki treyst á að þegar ég sjálf verð fyrir rasisma innan hreyfingarinnar, að á því verði tekið. Ég get ekki verið partur af sambandi sem leyfir rasisma og fordómum að viðgangast á þennan hátt,“ skrifar Alexandra en pistil hennar má nálgast hér að neðan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira