Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:41 Stúlka sem flúði Maríupol í Úkraínu við upphaf innrásar Rússa knúsar köttinn sinn. Íslensk stjórnvöld leyfðu úkraínskum flóttamönnum að flytja inn gæludýr sín að vissum skilyrðum uppfylltum. Myndin var tekin í Saporidsjía í Úkraínu og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna. Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna.
Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira