Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2024 17:47 Tyrkir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. Tyrkir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í lok leiksins en það fyrra skoraði Arda Güler eftir skelfileg mistök Hákonar Rafns Valdimarssonar, sem verið hafði afar traustur í marki Íslands. Hann var of lengi með boltann og gerði Kerem Aktürkoglu kleift að stela honum, og Güler skoraði í autt markið. Aktürkoglu, sem skoraði þrennu í fyrri leik liðanna, innsiglaði sigurinn með fjórða marki Tyrkja í lokin. Orri Steinn Óskarsson skoraði sturlað mark í kvöld en vonbrigðin leyndu sér ekki hjá honum né öðrum í íslenska liðinu eftir tapið.vísir/Hulda Margrét Tyrkir eru því efstir í riðli Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar, með tíu stig, og Walesverjar koma næstir með átta. Ísland er með fjögur og Svartfjallaland án stiga. Í nóvember eru síðustu tvær umferðir riðlakeppninnar, þegar Ísland mætir Svartfellingum og Walesverjum á útivelli, og ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á efsta sætinu. Mark sem átti skilið að skipta máli Grasi lagður, óupphitaður Laugardalsvöllur hefur fært Íslendingum margar góðar minningar í gegnum tíðina og það stefndi í eitthvað svipað í fyrri hálfleik í kvöld. En eins og svo oft í tíð Åge Hareide þá voru hálfleikirnir misgóðir, og heildarniðurstaðan vonbrigði. Leikurinn var hálfgerð rússíbanareið. Orri Óskarsson skoraði stórbrotið mark eftir aðeins tveggja mínútna leik, eftir að hafa stungið vörn Tyrklands af með frábærum spretti. Algjört heimsklassamark sem átti svo mikið skilið að skipta máli en gerði það á endanum ekki. Tyrkirnir voru oft ógnandi en aldrei þannig að það reyndi mikið á Hákon í fyrri hálfleiknum, og hann varði þau skot sem komu af öryggi. Orri var auk þess nálægt því að bæta við öðru marki þear hann kom sér í skotfæri við teiginn en skaut framhjá. Tvö víti dæmd á Ísland af myndbandi Gestirnir komu hins vegar mun grimmari í seinni hálfleikinn. Maður bar þá von í brjósti að eftir því sem kvöldið yrði kaldara myndu þeir gefa meira eftir, en sú var alls ekki raunin. Þeir áttu stangarskot og dauðafæri áður en vítaspyrna var svo dæmd á Sverri Inga Ingason fyrir hendi, eftir skoðun í skjánum. Laugardalsvöllur kom þá til bjargar því Hakan Calhanoglu rann á vítapunktinum og spyrnti í sjálfan sig og inn, svo markið stóð ekki. En jöfnunarmarkið lá í loftinu og það skoraði Irfan Kahveci með frábæru skoti utan teigs, óverjandi fyrir Hákon. Hinn pólski dómari leiksins dæmdi svo aðra vítaspyrnu, aftur fyrir hendi, þegar boltinn fór í Andra Lucas af stuttu færi. Hann gat einfaldlega ekkert gert í þessu og afar svekkjandi að tveir myndbandsdómar skyldu bitna svona á Íslandi, og í þetta sinn skoraði Calhanoglu af öryggi. Tyrkir voru því komnir yfir, 25 mínútum fyrir leikslok, og leikurinn enn eitt dæmið um hve ótrúlega kaflaskiptur leikur Íslands getur verið. En íslenska liðið svaraði fyrir sig og Andri Lucas jafnaði metin með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Valgeirs Lunddal, á 83. mínútu. Ekkert víti á hendi Tyrkja Raunar hefði Ísland getað verið búið að jafna fyrr en dómarinn var ekki eins mikið til í að gefa Íslandi víti eins og Tyrklandi, þó að Merih Demiral verði skot Orra á marklínu með hendi. Vissulega með höndina upp við búkinn en hann færði líkamann allan til hliðar til að verja skotið. Stórundarlegt dæmi sem mögulega réði úrslitum í leiknum, því Demiral hefði verið rekinn af velli ef víti hefði verið dæmt. Eins og fyrr segir dugði jöfnunarmark Andra skammt og í stað þess að það væru Tyrkir sem að frysu í kuldanum þá gerðist Hákon því miður sekur um það á ögurstundu. Risastór mistök sem hann hristir vonandi af sér strax því öryggið sem annars stafar frá honum er svo mikið og gott fyrir íslenska liðið. Jóhann Berg fékk eina alvöru færið til að jafna metin eftir þetta en frábært skot hans var varið, áður en Aktürkoglu innsiglaði sigurinn. Hætta á falli í C-deild Eitt stig eftir þessa tvo leiki við Wales og Tyrkland er grautfúl niðurstaða en þetta nýja íslenska landslið þarf að fara að læra það að hver einustu mistök telja í landsleikjabolta. Það hefur sýnt frábærar hliðar en á meðan stöðugleikinn er ekki meiri en þetta þá verður árangurinn enginn. Núna er virkileg hætta á því að Ísland falli niður í C-deild, annað hvort með því að enda neðst eða með því að enda í 3. sæti og fara í umspil. Þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða sínum landsliðum upp á sæma svo sem alls ekki liði í B-deild og hvað þá A, en vonandi bíður betri tíð á nýjum Laugardalsvelli, með Íslandi áfram í B-deild eftir góð úrslit í nóvember. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. Tyrkir tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í lok leiksins en það fyrra skoraði Arda Güler eftir skelfileg mistök Hákonar Rafns Valdimarssonar, sem verið hafði afar traustur í marki Íslands. Hann var of lengi með boltann og gerði Kerem Aktürkoglu kleift að stela honum, og Güler skoraði í autt markið. Aktürkoglu, sem skoraði þrennu í fyrri leik liðanna, innsiglaði sigurinn með fjórða marki Tyrkja í lokin. Orri Steinn Óskarsson skoraði sturlað mark í kvöld en vonbrigðin leyndu sér ekki hjá honum né öðrum í íslenska liðinu eftir tapið.vísir/Hulda Margrét Tyrkir eru því efstir í riðli Íslands í B-deild Þjóðadeildarinnar, með tíu stig, og Walesverjar koma næstir með átta. Ísland er með fjögur og Svartfjallaland án stiga. Í nóvember eru síðustu tvær umferðir riðlakeppninnar, þegar Ísland mætir Svartfellingum og Walesverjum á útivelli, og ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á efsta sætinu. Mark sem átti skilið að skipta máli Grasi lagður, óupphitaður Laugardalsvöllur hefur fært Íslendingum margar góðar minningar í gegnum tíðina og það stefndi í eitthvað svipað í fyrri hálfleik í kvöld. En eins og svo oft í tíð Åge Hareide þá voru hálfleikirnir misgóðir, og heildarniðurstaðan vonbrigði. Leikurinn var hálfgerð rússíbanareið. Orri Óskarsson skoraði stórbrotið mark eftir aðeins tveggja mínútna leik, eftir að hafa stungið vörn Tyrklands af með frábærum spretti. Algjört heimsklassamark sem átti svo mikið skilið að skipta máli en gerði það á endanum ekki. Tyrkirnir voru oft ógnandi en aldrei þannig að það reyndi mikið á Hákon í fyrri hálfleiknum, og hann varði þau skot sem komu af öryggi. Orri var auk þess nálægt því að bæta við öðru marki þear hann kom sér í skotfæri við teiginn en skaut framhjá. Tvö víti dæmd á Ísland af myndbandi Gestirnir komu hins vegar mun grimmari í seinni hálfleikinn. Maður bar þá von í brjósti að eftir því sem kvöldið yrði kaldara myndu þeir gefa meira eftir, en sú var alls ekki raunin. Þeir áttu stangarskot og dauðafæri áður en vítaspyrna var svo dæmd á Sverri Inga Ingason fyrir hendi, eftir skoðun í skjánum. Laugardalsvöllur kom þá til bjargar því Hakan Calhanoglu rann á vítapunktinum og spyrnti í sjálfan sig og inn, svo markið stóð ekki. En jöfnunarmarkið lá í loftinu og það skoraði Irfan Kahveci með frábæru skoti utan teigs, óverjandi fyrir Hákon. Hinn pólski dómari leiksins dæmdi svo aðra vítaspyrnu, aftur fyrir hendi, þegar boltinn fór í Andra Lucas af stuttu færi. Hann gat einfaldlega ekkert gert í þessu og afar svekkjandi að tveir myndbandsdómar skyldu bitna svona á Íslandi, og í þetta sinn skoraði Calhanoglu af öryggi. Tyrkir voru því komnir yfir, 25 mínútum fyrir leikslok, og leikurinn enn eitt dæmið um hve ótrúlega kaflaskiptur leikur Íslands getur verið. En íslenska liðið svaraði fyrir sig og Andri Lucas jafnaði metin með frábærum skalla, eftir fyrirgjöf Valgeirs Lunddal, á 83. mínútu. Ekkert víti á hendi Tyrkja Raunar hefði Ísland getað verið búið að jafna fyrr en dómarinn var ekki eins mikið til í að gefa Íslandi víti eins og Tyrklandi, þó að Merih Demiral verði skot Orra á marklínu með hendi. Vissulega með höndina upp við búkinn en hann færði líkamann allan til hliðar til að verja skotið. Stórundarlegt dæmi sem mögulega réði úrslitum í leiknum, því Demiral hefði verið rekinn af velli ef víti hefði verið dæmt. Eins og fyrr segir dugði jöfnunarmark Andra skammt og í stað þess að það væru Tyrkir sem að frysu í kuldanum þá gerðist Hákon því miður sekur um það á ögurstundu. Risastór mistök sem hann hristir vonandi af sér strax því öryggið sem annars stafar frá honum er svo mikið og gott fyrir íslenska liðið. Jóhann Berg fékk eina alvöru færið til að jafna metin eftir þetta en frábært skot hans var varið, áður en Aktürkoglu innsiglaði sigurinn. Hætta á falli í C-deild Eitt stig eftir þessa tvo leiki við Wales og Tyrkland er grautfúl niðurstaða en þetta nýja íslenska landslið þarf að fara að læra það að hver einustu mistök telja í landsleikjabolta. Það hefur sýnt frábærar hliðar en á meðan stöðugleikinn er ekki meiri en þetta þá verður árangurinn enginn. Núna er virkileg hætta á því að Ísland falli niður í C-deild, annað hvort með því að enda neðst eða með því að enda í 3. sæti og fara í umspil. Þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða sínum landsliðum upp á sæma svo sem alls ekki liði í B-deild og hvað þá A, en vonandi bíður betri tíð á nýjum Laugardalsvelli, með Íslandi áfram í B-deild eftir góð úrslit í nóvember.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti