Ósáttur við ósamræmið og segir Skandinavíu í herferð gegn VAR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 22:08 Åge Hareide skilur ekki afhverju dómarinn var ekki sendur í skjáinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var enn ósáttur með dómgæsluna er hann mætti á blaðamannafund eftir 4-2 tap liðsins gegn Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Tyrkneska liðið fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, í bæði skiptin eftir að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns íslenska liðsins. Íslensku leikmennirnir vildu svo sjálfir fá vítaspyrnu síðar í leiknum þegar Merih Demiral virtist verja með höndinni á marklínu, en ekkert var dæmt. „Dómarinn skoðar þetta ekki og þeir í VAR-herberginu biðja hann ekki einu sinni um að fara að skoða þetta,“ sagði Hareide í blaðamannafundinum, augljóslega enn pirraður yfir dómnum. „Þetta er mjög skrýtið. Þegar við skoðuðum þetta í tölvunni okkar á bekknum sjáum við að hann ver með hendinni á marklínunni. Það þarf að gera eitthvað í reglunum um hvað er hendi og hvað ekki því þetta var skrýtið. Hvernig getum við spilað fótbolta ef við vitum ekki hvaða reglur eru í gildi.“ „Stundum fer boltinn í höndina og þá er dæmt víti, en stundum fer boltinn í höndina og þá er ekki dæmt víti. Ég bað dómarann um að skoða þetta því þetta var ekki rétt í mínum huga.“ Skandinavísk herferð gegn VAR Þá segir Hareide að í ljósi þess að Tyrkir hafi fengið tvö víti fyrir svipuð atvik hafi það verið sérstaklega súrt að fá ekki eitt stykki vítaspspyrnu í leiknum. „Já það er mjög súrt. Það er herferð gegn VAR í Skandinavíu. Svíarnir vilja ekki fá VAR og í Noregi vilja þeir losna við þetta. Ég skil það vel því það er ekkert samræmi. Þeir skoða atvikin þegar Tyrkir fá víti, en þeir skoða ekki þegar við viljum fá víti og mér þykir það mjög furðulegt.“ „Og við höfum lent í þessu áður. Það var atvikið með Ronaldo þegar við spiluðum á móti Portúgal og atvikið á móti Slóvakíu þar sem dómarinn skoðar ekki allt dæmið. Þetta er mjög sorglegt fyrir okkur því við erum að leggja mikið á okkur í þessum leikjum á móti sterkum andstæðingum.“ „Ég er mjög vonsvikin akkúrat núna,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Mér finnst þetta bara kjaftæði“ „Ég skil bara ekki hvernig þetta féll ekki okkar megin í dag,“ segir Orri Óskarsson eftir óhemju svekkjandi 4-2 tap Íslands gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 14. október 2024 21:41
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. 14. október 2024 21:34
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58