Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar 14. október 2024 23:29 Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar