Hægrilaus ríkisstjórn fram á vor Sóley Tómasdóttir skrifar 14. október 2024 23:29 Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Bjarni Benediktsson hefur klúðrað enn einu ríkisstjórnarsamstarfinu er ástæða til að hugsa næstu skref og mögulega önnur en þau sem hann leggur til. Það eru til fleiri og vænlegri valkostir en kosningar með örstuttum fyrirvara. Margar góðar ástæður eru fyrir myndun bráðabirgðastjórnar miðju- og vinstriflokka um fá og afmörkuð verkefni fram á vorið. Lýðræðið Ef kosið verður 30. nóvember þurfa framboð að vera komin fram og auglýst fyrir mánaðamót. Eftir 18 daga. Þá þurfa stefnuskrár að liggja fyrir svo hægt sé að kynna fólk og málefni fyrir kjósendum. Þetta er algerlega óraunhæft fyrir ný framboð og annmarkarnir eru fjölmargir fyrir rótgróna flokka. Einstaklingar hafa örfáa daga til að ákveða framboð, en það mun að sjálfsögðu draga úr líkunum á endurnýjun, sér í lagi meðal kvenna, kvára og jaðarsetts fólks sem oft þarf lengri aðdraganda en sitjandi þingfólk. Kosningar með stuttum fyrirvara munu þannig skila kjósendum færri framboðum, vanbúnum stefnuskrám og einsleitum framboðslistum. Sem er ekki mjög lýðræðislegt. Hægrið Nú þegar uppgangur hægriöfgaafla er að eiga sér stað um allan heim er breitt og sterkt andsvar nauðsynlegt. Það þarf að svara útlendingaandúð Miðflokksins fullum hálsi og standa vörð um velferð, samvinnu og samkennd. Þessi gildi eru í kjarna gömlu mið- og vinstriflokkanna, þó sumir þeirra hafi gert meiri málamiðlanir en mörg okkar hefðu kosið upp á síðkastið. Nú er lag að rétta kúrsinn. Leita í ræturnar og mynda bandalög flokka með líkar áherslur. Útiloka öfgahægri og endurheimta félagslegt réttlæti. Vinstrið Mýtan um að vinstrafólk geti ekki unnið saman er gömul og úr sér gengin. Þó á ýmsu hafi gengið á þinginu að undanförnu hafa mið- og vinstriflokkar átt langt og farsælt samstarf í sveitarfélögum víða um land. Þó fylgi þessara flokka mælist nú mishátt, myndi það þjóna tilgangi þerira allra að staldra við og vinna saman að afmörkuðum verkefnum fram á vor. Framsóknarflokkur og Vinstri græn þurfa löngu tímabæran frið frá Sjálfstæðisflokknum til að sýna hvað í þeim býr. Hvor flokkur um sig gæti endurnýjað traust og aukið fylgi og Píratar fengju tækifæri til að sýna ábyrgð sem stjórnarflokkur. Þó Samfylkingin mælist með mikið fylgi núna, væri það skammgóður vermir ef ekki verður hægt að mynda ríkisstjórn án hægrisins eftir þessar kosningar. Tímabundin ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og mögulega Viðreisnar gæti orðið fyrsta útspilið í kosningabaráttu vorsins. Þannig gætu flokkarnir lokið mikilvægum verkefnum og veitt okkur öllum svigrúm til að ákveða hvort við viljum stofna flokk, bjóða okkur fram, hafa áhrif á stefnuskrár og hvað við viljum kjósa. Umfram allt, þá gætu þessir flokkar boðið okkur upp á raunverulegan valkost við hægrið, jafnt fyrir og eftir kosningar. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun