Píratar komnir í kosningaham Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 09:36 Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi. Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér. Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Píratar hyggjast „ekki gefa neinn afslátt á lýðræðinu“ líkt og þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur orðað það, og ætla að halda prófkjör fyrir val á lista flokksins í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. „Hvort sem ég fái að starfa áfram þarna eða einhverjir aðrir - þá þætti mér vænt um að fá aðstoð við að tryggja Pírötum sæti á Alþingi. Hjá Pírötum hef ég fundið sjónarmið sem ég tel vera ómetanleg að hafa á vettvangi þingsins,” skrifar Björn Leví meðal annars í færslu á Facebook í gærkvöldi, en hann er sjötti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. „Prófkjörin hefjast væntanlega nú um helgina og ef þú hefur áhuga á að styðja mig til áframhaldandi setu á Alþingi, þá hvet ég þig til að taka þátt og endilega hafa samband við mig,” skrifar Gísli Rafn sömuleiðis í stöðufærslu sem hann birtir í morgun en hann er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi. Það hafi verið lífsreynsla að sitja á þingi undanfarin þrjú ár en þar hafi hann fengið tækifæri til að berjast fyrir málum sem honum standa nærri. Ugla Stefanía hafði áður lýst áhuga sínum fyrir því að bjóða sig fram til Alþingis, og við það hyggst hún standa þótt boðað verði til kosninga nokkru fyrr en áætlað var. „Ég mun leitast eftir oddvitasæti fyrir Pírata í Norðvesturkjördæmi, þar sem ég mun svo sannarlega láta málefni landsbyggðarinnar og kjördæmisins í forgang. Verandi sjálf fædd og uppalin í því kjördæmi, og ættuð af austan í móðurætt, þá þekki ég ótrúlega vel aðstæður fólks á landsbyggðinni af eigin skinni,“ skrifar Ugla á Facebook í gær. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í Reykjavík suður, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún hyggist ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Eftir því sem fréttastofa kems næst hafa aðrir þingmenn Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson og Halldóra Mogensen, ekki enn greint frá því opinberlega hvort þau hyggist áfram gefa kost á sér.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira