„Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. október 2024 10:06 Í þætti Eftirmála tjá þau Hilmar og Ellen sig um hörmungaratburðina á Gýgjarhóli árið 2018, og réttarhöldin sem fylgdu í kjölfarið. Stöð 2 „Maður missti svo mikið við þessa atlögu. Ég missti pabba, ég missti frænda minn, ég missti griðastaðinn minn þarna. Í rauninni held ég að það hafi ekki komið mér á óvart þegar hann neitaði sök. Þetta er ekki maður sem hefur gengist við gjörðum sínum,“ segir Ellen Drífa Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Lýðssonar sem ráðinn var bani á bænum Gýgjarhóli árið 2018. Banamaður Ragnars var bróðir hans, Valur Lýðsson. Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“ Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Gýgjarhólsmálið svokallaða er viðfangsefnið í fyrsta þættinum af Eftirmálum sem frumsýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi en umsjónarmenn þáttarins er fyrrum fréttakonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir. Eftirmál hófu göngu sína sem hlaðvarpsþættir fyrir tveimur árum en hafa nú verið færðir yfir í sjónvarpsform og útkoman er sex þátta sería sem verður til sýningar á Stöð 2 næstu vikurnar. Stiklu úr þáttunum má sjá að neðan. Í fyrsta þætti Eftirmála er rætt við Ellen Drífu og bróður hennar, Hilmar Ragnarsson, auk annarra sem komu að Gýgjarhólsmálinu á sínum tíma; Ragnar Jónsson lögreglufulltrúa og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Að neðan má sjá brot úr þættinum um Gýgjarhól. Gýgjarhólsmálið vakti mikinn óhug þegar það kom upp í mars 2018, og þá ekki síst vegna vegna náinna tengsla morðingjans og fórnarlambsins. Málsatvik voru þau að Valur veittist að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, með ofbeldi með þeim afleiðingum að hann lést. Var Ragnar gestkomandi hjá bróður sínum að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð þegar hann varð fyrir árásinni. Valur réðst að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Alveg frá upphafi bar Valur við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Í september sama ár var hann dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur átti seinna meir eftir að þyngja dóminn og að lokum var Valur dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Gýgjarhóll var griðarstaður Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála átti Ragnar mjög stóra fjölskyldu og fjögur uppkomin börn. Tvö þeirra eru þau Hilmar og Ellen Drífa. Í viðtali við Eftirmál lýsa þau föður sínum heitnum sem góðum og traustum manni. „Hann hjálpaði manni alltaf ef það var eitthvað. Hann var mjög góður vinur og til í alls konar svona vitleysu,“ rifjar Hilmar upp. „Hann vann mikið en hann nýtti svona hvert tækifæri sem hann gat til að koma í heimsókn og hitta barnabörnin og svona,“segir Ellen. Þá segjast systkinin alltaf hafa staðið í þeirri trú að samband þeirra bræða, Ragnars og Vals, hafi verið mjög gott. Þá var samband þeirra beggja við Val sömuleiðis gott. „Það var alveg búið að minnka eftir að ég eignaðist mín börn og svona. En á unglingsárunum þá var ég oft að fara þarna upp á Gýgjarhól og ég gisti þarna heilu helgarnar. Þetta var bara griðarstaður,“segir Ellen. Á öðrum stað í viðtalinu segjast systkinin hafa heyrt útundan sér sögur af ósæmilegri hegðun hjá Val í gegnum árin, en ávallt leitt þær sögur hjá sér. „Mikil drykkja og eitthvað svoleiðis, og dýrníð. Og þetta er eitthvað sem maður hafði útilokað, það var bara afneitun,“segir Ellen. Enn eitt höggið Systkinin lýsa jafnframt þeim tilfinningum sem blossuðu upp þegar dómur var kveðinn yfir Vali í héraðsdómi á sínum tíma. „Ég man að ég sat í réttarsalnum þegar hann kvað upp dóminn og þá segir hann: „Sjö ár.“ Og maður eiginlega bara beið,og hlustaði eftir og hélt að það kæmi eitthvað meira. En það var bara sjö ár og búið,“ segir Ellen og Hilmar tekur undir: „Öll þessi vinna hjá þessu góða fólki sem kom að þessu máli, og vitni komin þarna,og svo er bara einn dómari sem hlustar á þetta allt saman og hann hefur svo bara ákvörðunarvaldið um hvað dóm hann fær. Sem var að mínu mati, og vona ég flestra, bara kolrangt. Fyrir mig var þetta algjört sjokk.“ „Þetta var bara enn eitt höggið. Maður var bara gjörsamlega í sjokki. Maður horfði svolítið á þetta þannig að þetta var bara sigur fyrir hann,“segir Ellen jafnframt og á þar við frænda sinn, Val Lýðsson. Trúa ekki útskýringum frænda síns Líkt og Hilmar bendir á var frændi hans fyrst og fremst veikur maður. „Langtum veikari en maður sjálfur gerði sér grein fyrir. Það hefur aldrei komið fram neitt sem bendir til þess að hann iðrist þess að hafa gert þetta.“ Þá segir Ellen: „Ég hefði ekki einu sinni þurft afsökunarbeiðni eða neitt. Ég hefði bara viljað viðurkenningu á því að hann hafi gert þetta.“ Systkinin segjast bæði eiga bágt með að trúa þeim útskýringum Vals að hann muni ekki eftir að hafa framið þetta ódæðisverk. „Þú getur ekki gleymt bara öllu. Þú gerir ekki svona hlut og ferð svo bara á koddann og sofnar. Ég bara neita að trúa þessu,“ segir Hilmar og Ellen tekur undir. „Ég er viss um að hann mundi allt sem gerðist þetta kvöld.“
Eftirmál Manndráp á Gýgjarhóli II Bláskógabyggð Dómsmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira