„Við erum í ákveðnu óvissutímabili“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 15. október 2024 10:17 Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Forsetinn var auðvitað bara að afla sér upplýsinga um þingstörfin og hvers væri að vænta varðandi þau á næstunni. Það má auðvitað segja að við erum í ákveðnu óvissutímabili þannig að þinstörfin munu auðvitað taka mið af því,“ sagði Birgir. Hann vilji ekki greina frá því í smáatriðum hvað hann og Halla forseti ræddu um. „Hún er hins vegar bara að afla sér upplýsinga og meta stöðuna út frá því.“ Hann segist eiga erfitt með að segja til um það núna hvernig hann sér vikuna fyrir sér hvað varðar þingstörfin, en hann muni ræða við formenn þingflokka þegar líður á daginn til að ræða hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. „Hins vegar þá getum við sagt að eins og oft er, þegar að óvissuástand af þessu tagi er í gangi að þá er nú eitthvað hlé á þingstörfum,“ segir Birgir. Hyggur að Bjarni verði beðinn að leiða starfsstjórn Aðspurður segir hann að það að Bjarni Benediktsson biðjist lausnar þýði ekki að þeirri athöfn fylgi þingrof. „Það er ekki óhjákvæmilegt og það má segja að þarna er um að ræða tvær ákvarðanir. Annars vegar það að forsætisráðherra biðjist lausnar og sé þá beðinn um að sitja áfram til að veita starfsstjórn forstöðu og svo hins vegar um þingrof. Og það er hægt að taka þessar ákvarðanir alveg aðskilið,“ svarar Birgir. Forsætisráðherra og forseti Íslands verði að svara því hvenær þingrof verði boðað. Hann vænti þess að ekki muni langur tími líða þar til það muni liggja fyrir. Birgir gengur út frá því að Bjarni Benediktsson verði „væntanlega beðinn um“ að leiða áfram starfsstjórn. Formenn annarra flokka, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, hafa lýst því yfir að þeim hugnist ekki starfsstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar fram að kosningum. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Birgi Ármannsson að loknum fundi hans með forseta Íslands í morgun má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað segir sagan okkur um stöðu forseta Alþingis við þessar aðstæður? „Forseti Alþingis náttúrlega ber bara ábyrgð á því að halda hlutunum í horfinu þangað til að umboð hans fellur niður og það er engin breyting á því. Þannig að það auðvitað mun hvíla á mér þá sú skylda að halda hlutunum í gangi eftir því sem þörf krefur þangað til kemur að kosningum,“ svarar Birgir. Yfirvofandi alþingiskosningar verða þær fyrstu síðan að ný kosningalög tóku gildi. Stjórnarskrá gerir ráð fyrir að eftir að þingrof hefur verið samþykkt þurfi kosningar að fara fram innan 45 daga. „Nýju kosningalögin breyta ákveðnum tímafrestum í þessu sambandi en það rúmast samt innan þess 45 daga frests sem stjórnarskráin kveður á um,“ segir Birgir. „Það er allt saman framkvæmanlegt og gerlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira