Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. október 2024 14:02 Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun