Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 20:48 Christian Eriksen skoraði og lagði upp fyrir Danmörku í Sviss í kvöld. Getty/Daniela Porcelli Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira