Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 23:31 Sir Alex Ferguson er enn fastagestur á leikjum Manchester United. Eric Cantona krefst þess að Jim Ratcliffe og aðrir stjórnendur félagsins sýni Ferguson óendanlega virðingu. Samsett/Getty Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira