Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 21:46 Ingibjörg Sólrún segir að hjá Vinstri grænum sé ímyndin allt en inntakið aukaatriði. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti í dag, skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti um þingrof, að ráðherrar flokksins myndu ekki sitja í starfsstjórn fram að Alþingiskosningum. Ingibjörg Sólrún skrifaði færslu á Facebook í kvöld þar sem hún hneykslaðist á þessu útspili. „Í heil 7 ár hafa þau látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri. Nú er stjórnin í andarslitrunum og þá fyllast þau heilögum anda og vilja alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í 6 vikur!“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvernig verkefnum verður skipt í starfsstjórninni næstu 45 daga, en kosið verður þann 30. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokkinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi eðlilegast að ráðherrar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins skiptu milli sín verkum starfsstjórnar. „Hvernig á maður að skilja þetta? Í þessu endurspeglast skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði,“ segir jafnframt í færslu Ingibjargar Sólrúnar. Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti í dag, skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti um þingrof, að ráðherrar flokksins myndu ekki sitja í starfsstjórn fram að Alþingiskosningum. Ingibjörg Sólrún skrifaði færslu á Facebook í kvöld þar sem hún hneykslaðist á þessu útspili. „Í heil 7 ár hafa þau látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri. Nú er stjórnin í andarslitrunum og þá fyllast þau heilögum anda og vilja alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í 6 vikur!“ segir í færslunni. Ekki liggur fyrir hvernig verkefnum verður skipt í starfsstjórninni næstu 45 daga, en kosið verður þann 30. nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokkinn sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi eðlilegast að ráðherrar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins skiptu milli sín verkum starfsstjórnar. „Hvernig á maður að skilja þetta? Í þessu endurspeglast skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði,“ segir jafnframt í færslu Ingibjargar Sólrúnar.
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42
Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04