Jens Garðar í 1. sæti Elliði Vignisson skrifar 17. október 2024 10:01 Næstu helgi er ögurstund hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum kjördæmum göngum við Sjálfstæðismenn til þeirra verka að velja okkur merkisbera í komandi kosningum. Þar ber okkur skylda til að hugsa um það fyrst og fremst hvaða fólki við treystum til að fylgja stefnu okkar og boða hana á þann hátt að kjósendur geti sameinast um hana. Einn maður stendur upp úr sem augljós leiðtogi í Norðausturkjördæmi. Þar fer maður sem getur sameinað kjördæmið með sterkri sýn fyrir framtíðina – Jens Garðar Helgason. Sterkir leiðtogahæfileikar og reynsla Jens Garðar hefur um árabil sýnt að hann er leiðtogi sem nær árangri. Hann hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum og fyrirtækjum, þar á meðal í sjávarútvegi og sveitarstjórn, sem hafa styrkt bæði atvinnulíf og samfélög. Með reynslu sinni úr Samtökum atvinnulífsins og sem formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð hefur Jens sannað að hann getur leitt fólk saman, tekið erfiðar ákvarðanir og skapað raunverulegar breytingar. Spor Jenna má sjá víða. Hér í okkar góða samfélagi í Ölfusi höfum við sannarlega notið góðs af krafti hans og framtíðarsýn. Störf hans og aðkoma að stórum fjárfestingarverkefnum í gegnum stjórn Ölfus Cluster þar sem hann sat sem stjórnarmaður voru aðdáunarverð. Þar sýndi Jenni enn og aftur mikla færni í því að sameina mismunandi hagsmunaaðila og stuðla að uppbyggingu sem gagnast hefur samfélaginu í heild. Þetta er hæfileiki sem er ómetanlegur í fjölbreyttu kjördæmi eins og Norðausturkjördæmi. Fínn peyi og drengur góður Til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins er nauðsynlegt að vera sterkur leiðtogi. Það er hins vegar ekki nóg. Oddviti Sjálfstæðismanna þarf einnig að vera góður og traustur einstaklingur, og það er einmitt það sem Jenni er. Meðal föðurfólks míns undir Eyjafjöllum hefði Jenni fengið þann dóm að vera talin drengur góður, betri dóm fékk fólk ekki. Meðal móðurfólks míns í Eyjum hefði hann verið sagður fínn peyi. Betri orð eigum við Eyjamenn ekki yfir fólk eins og Jenna. Því lofa ég Á rúmlega tveggja áratuga þátttöku í stjórnmálum hef ég reynt að fara sparlega með loforð. Hér og nú ætla ég hins vegar að lofa því að með Jenna sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður hægt að horfa fram á veginn með vissu um að sameiginlegur ávinningur, uppbygging og velferð íbúa verði höfð að leiðarljósi. Þetta er maðurinn sem getur leitt kjördæmið inn í bjarta framtíð, þar sem allir vegir verða færir. Þetta er maðurinn ykkar. Þetta er í senn drengur góður og fínn peyi. Ég skora á Sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi að tryggja Jens Garði fyrsta sæti á framboðslista flokksins. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Elliði Vignisson Norðausturkjördæmi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Næstu helgi er ögurstund hjá Sjálfstæðisflokknum. Í öllum kjördæmum göngum við Sjálfstæðismenn til þeirra verka að velja okkur merkisbera í komandi kosningum. Þar ber okkur skylda til að hugsa um það fyrst og fremst hvaða fólki við treystum til að fylgja stefnu okkar og boða hana á þann hátt að kjósendur geti sameinast um hana. Einn maður stendur upp úr sem augljós leiðtogi í Norðausturkjördæmi. Þar fer maður sem getur sameinað kjördæmið með sterkri sýn fyrir framtíðina – Jens Garðar Helgason. Sterkir leiðtogahæfileikar og reynsla Jens Garðar hefur um árabil sýnt að hann er leiðtogi sem nær árangri. Hann hefur stýrt fjölbreyttum verkefnum og fyrirtækjum, þar á meðal í sjávarútvegi og sveitarstjórn, sem hafa styrkt bæði atvinnulíf og samfélög. Með reynslu sinni úr Samtökum atvinnulífsins og sem formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð hefur Jens sannað að hann getur leitt fólk saman, tekið erfiðar ákvarðanir og skapað raunverulegar breytingar. Spor Jenna má sjá víða. Hér í okkar góða samfélagi í Ölfusi höfum við sannarlega notið góðs af krafti hans og framtíðarsýn. Störf hans og aðkoma að stórum fjárfestingarverkefnum í gegnum stjórn Ölfus Cluster þar sem hann sat sem stjórnarmaður voru aðdáunarverð. Þar sýndi Jenni enn og aftur mikla færni í því að sameina mismunandi hagsmunaaðila og stuðla að uppbyggingu sem gagnast hefur samfélaginu í heild. Þetta er hæfileiki sem er ómetanlegur í fjölbreyttu kjördæmi eins og Norðausturkjördæmi. Fínn peyi og drengur góður Til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins er nauðsynlegt að vera sterkur leiðtogi. Það er hins vegar ekki nóg. Oddviti Sjálfstæðismanna þarf einnig að vera góður og traustur einstaklingur, og það er einmitt það sem Jenni er. Meðal föðurfólks míns undir Eyjafjöllum hefði Jenni fengið þann dóm að vera talin drengur góður, betri dóm fékk fólk ekki. Meðal móðurfólks míns í Eyjum hefði hann verið sagður fínn peyi. Betri orð eigum við Eyjamenn ekki yfir fólk eins og Jenna. Því lofa ég Á rúmlega tveggja áratuga þátttöku í stjórnmálum hef ég reynt að fara sparlega með loforð. Hér og nú ætla ég hins vegar að lofa því að með Jenna sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður hægt að horfa fram á veginn með vissu um að sameiginlegur ávinningur, uppbygging og velferð íbúa verði höfð að leiðarljósi. Þetta er maðurinn sem getur leitt kjördæmið inn í bjarta framtíð, þar sem allir vegir verða færir. Þetta er maðurinn ykkar. Þetta er í senn drengur góður og fínn peyi. Ég skora á Sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi að tryggja Jens Garði fyrsta sæti á framboðslista flokksins. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar