Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það verður sífellt sýnilegra í Íslenskum stjórnmálum hvernig sumir ætla sér áfram til metorða með skítkasti og leiðindum einum saman, en eiga svo fá svör önnur en „við erum með plan“, „af því bara“ eða „ég veit það ekki alveg“, „þegar stórt er spurt“. Það er fyrir öllu að fólkið sem stýrir landinu geri það af öllum krafti fyrir fólkið í landinu, ekki af því þau eru þjóðþekktir einstaklingar heldur af því þeim er annt um land og þjóð. Það er ógnvænleg þróun við lýðræðið að flokkar keppist við að troða ofarlega inn á lista hjá sér „frægu“ fólki og ýti þess í stað reyndu og færu fólki út sem komið hefur upp í gegnum flokkstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm 100 ár staðið vaktina í Íslenskum stjórnmálum, og leitt þjóðina í gegnum súrt og sætt. Er þar helst að nefna sjálfstæði þjóðarinnar sem menn vilja í dag taka sem hverjum öðrum léttvægum hlut hins daglegs lífs. Hverskyns eftirgjöf á sjálfstæði þjóðarinnar er ekkert nema móðgun við þá sem harðast börðust fyrir okkur á síðustu öld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn staðið ásamt Framsókn sem stoð íslenskra stjórnmála, þó sá síðari hafi fjarlægst gildi sín og siði á seinni árum og hagi bara seglum eftir vindi, opinn í báða enda er það sem flestir tengja við Framsókn, án þess þó að hann skipti um nafn eða kennitölu. Samfylkingin ætlar sér að telja fólki trú um að undir þeirra stjórn rétti þau skipið af, jafnvel þótt það sé á réttri leið nú þegar. Maður þarf ekki að horfa lengra en til höfuðstaðar landsins, Reykjavíkur, sem hefur í rúman áratug verið stjórnað af Samfylkingunni. Þar stendur ekki stein yfir steini í fjármálum borgarinnar, og illa gengur að rétta sig af. Það er kannski ekki furða þegar áhöfn flokksins er upptekinn við að grafa undan hvoru öðru. Það neita því fáir, ef einhverjir að það hefði verið skynsamlegast að ganga ekki aftur í ríkisstjórn með flokkum sem standa í vegi fyrir frekari framförum og fara jafnvel gegn lögum til að stöðva atvinnugreinar sem þeim líkar illa. Hvernig VG stóð gegn breytingum og vinnu við lagareldisfrumvarp, ný raforkulög og stöðvaði hvalveiðar á eftir að koma þeim út úr þingsölum. En nú er tími til að horfa fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga fullskipaður öflugu fólki sem veit hvað það er að gera, hefur staðið sig vel og ætlar að gera það áfram í takt við stefnu og samþykktir flokksins. Það var Hannes Hafstein sem orti um Þjóðstjórnina sem starfaði 1939 - 42, og á það kvæði við um ástandið í dag, þó að einu orði breyttu. „Svo legg ég glaður frá mér bók og blað og birti ei framar spádóm heimsins lýði. En samt er ég viss um eitt, og það er það, að Samfó Stjórnin okkar tapar sínu stríði.” Ég hvet fólk til að kynna sér stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar, mæta á viðburði og eiga samtal við fulltrúana og veita þeim gott nesti inn í baráttuna. Höfundur er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun