Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hersveinn skrifa 8. nóvember 2024 08:01 Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Nagladekk Umhverfismál Samgöngur Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú marrar í malbikinu undan nöglum vetrardekkja, í níu stiga hita í nóvember. Yfir Esjunni svífur ekki lengur sólroðið ský, heldur brúnleitt mengunarský af svifrykinu sem nagladekkin losa af götunum. Margar leiðir eru færar til að losna við þennan ófögnuð, sem ógnar heilsu borgarbúa, loftslaginu og umhverfinu öllu. Nokkur dekkjaverkstæði fullyrða að betri lausnir finnist nú í annarskonar vetrardekkjum en þeim gamaldags negldu dekkjum sem við mörg erum vönust. Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum. Það er sinnum, ekki 20-40% meira heldur 2000% meira. Þrátt fyrir að nú sé vetur, hálka líkleg í efri byggðum á morgnana, Hellisheiðin varasöm og hálka í roki á Kjalarnesinu, þá finnast margar ólíkar leiðir til að forðast nagladekkin sem líka eru skaðleg. Það er ekki sjálfgefið að aka á nöglum þótt almanakið leyfi það frá 1. nóvember til 15. apríl. Sífellt betri naglalaus dekk eru í boði, vetrardekkjakönnun 2024 sem FÍB hefur birt staðfestir það. Þar fá valin naglalaus dekk mjög góða umsögn og háa einkunn. Fyrir þá sem enn treysta á nagla þegar farið er um hála fjallvegi má benda á möguleikann á skammtímaleigu vetrardekkja sem hægt er að nýta fyrir stakar ferðir. Landvernd og Reykjavíkurborg taka nú höndum saman í átaki gegn nöglum á götum borgarinnar. Við hvetjum fólk til að taka upplýsta ákvörðun áður en nagladekkin eru sett undir. Að fólk kynni sér aðra kosti og reyni í lengstu lög að komast hjá því að spæna upp malbikið. Því það er skaðlegt á svo margan hátt. Það er dýrt, það er veldur loftmengun, ertingu í öndunarvegum og er heilsuspillandi. Nagladekk skila ekki meira öryggi en góð, vönduð og margprófuð naglalaus vetrardekk. Nagladekk eru ekki aðeins slæm fyrir loftgæðin á höfuðborgarsvæðinu heldur skapa þau hávaða og kostnaður við viðhald gatna hækkar. Skemmdir í malbiki draga líka verulega úr viðunandi akstursskilyrðum. Naglar í dekkjum hjálpa til dæmis ekki til við akstur í snjó heldur aðeins við ákveðin skilyrði við ísingu á götum. Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum í Reykjavík. Þetta er alltof há tala á svæði þar sem vetrarþjónusta gatna er góð og hægt að nýta almenningssamgöngur til að fara á milli staða. Nú sem aldrei fyrr er ástæða til að velja góð vetrardekk og sleppa nöglunum. Gerum þetta saman – loftgæði eru lífsgæði! Aðrir og betri hjólbarðar eru þegar á markmiði og nefna má að innviðir fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur hafa stórbatnað á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar starfa fyrir Landvernd og Reykjavíkurborg.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun