Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 8. nóvember 2024 15:00 Það orð fer af þeim dómsmálum, þar sem einstaklingur úr röðum almennings á í deilum við sterkan aðila, að þar eigi einstaklingurinn á brattann að sækja. Margir segja að hann eigi í raun ekki möguleika. Sama gildir lítil fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að algengt virðist meðal tryggingafélaga að fara í dómsmál út af tjónakröfum, einkum þegar tryggingafjárhæðir nema háum upphæðum. Tilgangurinn virðist að freista þess að vinna málið, enda hafi það oft vinninginn sem sterkari aðilinn í málinu. Einnig er unnt að nota þau lög sem heimila aðila máls að þenja það út til þess að það verði sem dýrast til þess að þreyta einstaklinginn fjárhagslega svo hann verði að lokum viljugri til þess að gera dómsátt, það er að semja um lægri tryggingarupphæð en skilmálar segja til um. Tapi sá málinu, sem verður fyrir tjóninu, tapar hann ekki einungis tryggingarupphæðinni heldur er hann yfirleitt einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað sem gæti numið milljónum króna. Auk þess er um að ræða lögmannskostnað og ýmsan annan kostnað sem oftast nemur miklu hærri upphæðum. Alls gæti hann í heild numið tugum milljóna. Þá stendur hann uppi með verulegt fjárhagslegt tap í stað þess að fá tjónið bætt. Það er sú áhætta sem sá sem varð fyrir tjóninu stendur frammi fyrir þegar í upphafi dómsmálsins eins og dómskerfið tekur á málunum um þessar mundir samkvæmt ákvörðunum Alþingis. Einstaklingur sem lendir í dómsmáli þarf að vara sig á því að lög geta beinlínis verið þannig úr garði gerð að þau séu sérstaklega samin fyrir hinn sterka beinlínis til þess að gera honum kleift að komast sem best frá dómsmáli á kostnað hins veikari. Sú lagaregla, sem vegur þyngst í því að geta gert dómsmálið sem dýrast er hin svokallaða forræðisregla, það er sú lagaregla að málflytjendur hafi hvor fyrir sig forræði á málinu, óháð vilja hins, sem þýðir að þeir stýra því hvor fyrir sig miklu frekar en dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis þegar einhver hluti málsins hefur verið þæfður fram og aftur svo mörgum mánuðum skiptir. Hafi málflytjandi hins sterka dálítið hugmyndaflug til að teygja málið og toga getur hann af þessum ástæðum gert málið nánast eins dýrt og honum sýnist. Þagnarreglan gengur út á það að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í réttarsal eða leggja fram gögn, jafnvel ekki um það atriði sem málið snýst um. Hann getur á hinn bóginn komið með gagnkröfur á hinn aðilann sem honum hugnast betur, bæði til þess að vinna málið þannig og um leið að draga athyglina frá því sem hann vill ekki svara. Í lögum eru til leiðir fyrir dómarann að freista þess að afla svona upplýsinga en virðast afar sjaldan notaðar. Þetta er það mikilvægt að fullyrða má að mörg mál vinnast með því einu að sönnunargögn vanti sem dómarinn tekur gild. Málshraðareglan gengur út á að mál gangi eins hratt fyrir sig og verða má, sem er auðvitað hið besta mál. Hún er hins vegar mest notuð til þess að reyna að hindra að aðili máls geti lagt fram sönnunargögn til viðbragða við einhverju útspili hins aðilans. Ég held að um sé að ræða margs konar fleiri lagaákvæði sem beinlínis hygla hinum sterka í dómskerfinu. Eftirfarandi dæmi eru nærliggjandi: Flestar greiðslur beint til dómstóla, sem sá sem ákærir þarf að greiða, eru yfirleitt jafn háar hvort sem um er að ræða lítil mál þar sem upphæðir sem deilt er um nema 10–20 milljónum eða jafnvel mál þar sem deilt er um milljarða. Þar sem svo er ekki fæst mikill afsláttur í stóru málunum, ekki bara 10-20% eins og tíðkast í verslunum eða jafnvel 50-70% sem kemur fyrir í undantekningatilfellum, heldur upp í 80-99%. Félítill maður, sem höfðar mál á hendur öðrum, getur átt von á því að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði tapi hann málinu. Þarna getur verið um að ræða einhverjar milljónir króna sem sitja föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp venjulega einhverjum árum seinna. Félítill maður sem tapar máli fyrir héraðsdómstóli og áfrýjar til efra dómstigs getur átt von á því að fá á sig kröfu um svokallaða löggeymslu sem er í raun ekkert annað en gjaldþrotskrafa með þeirri undantekningu að sá sem krefst hennar þarf aðeins að greiða einhverja tugi þúsunda króna fyrir í stað hundruða þúsunda í venjulegri gjaldþrotskröfu. Sennilega er að finna fjölda lagagreina sem eru almenningi í óhag eigi hann í höggi við sér sterkari aðila sem samanlagt segja í raun dómaranum að hann eigi frekar að dæma hinum sterkari í hag. Auk þess er hinn sterki miklu líklegri til þess að áfrýja. Hann hefur að minnsta kosti frekar fé í handraðanum til þess. Eins og áður sagði fer það orð af þeim dómsmálum þar sem einstaklingur meðal almennings eða lítið fyrirtæki á í hlut að þau eigi ekki möguleika. Ætti niðurstaðan að byggjast á réttlæti, sanngirni eða heilbrigðri skynsemi er líklegt að miklu réttari niðurstaða fengist að meðaltali ef kastað væri upp um hana heldur en að dómari felldi úrskurð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það orð fer af þeim dómsmálum, þar sem einstaklingur úr röðum almennings á í deilum við sterkan aðila, að þar eigi einstaklingurinn á brattann að sækja. Margir segja að hann eigi í raun ekki möguleika. Sama gildir lítil fyrirtæki. Sem dæmi má nefna að algengt virðist meðal tryggingafélaga að fara í dómsmál út af tjónakröfum, einkum þegar tryggingafjárhæðir nema háum upphæðum. Tilgangurinn virðist að freista þess að vinna málið, enda hafi það oft vinninginn sem sterkari aðilinn í málinu. Einnig er unnt að nota þau lög sem heimila aðila máls að þenja það út til þess að það verði sem dýrast til þess að þreyta einstaklinginn fjárhagslega svo hann verði að lokum viljugri til þess að gera dómsátt, það er að semja um lægri tryggingarupphæð en skilmálar segja til um. Tapi sá málinu, sem verður fyrir tjóninu, tapar hann ekki einungis tryggingarupphæðinni heldur er hann yfirleitt einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað sem gæti numið milljónum króna. Auk þess er um að ræða lögmannskostnað og ýmsan annan kostnað sem oftast nemur miklu hærri upphæðum. Alls gæti hann í heild numið tugum milljóna. Þá stendur hann uppi með verulegt fjárhagslegt tap í stað þess að fá tjónið bætt. Það er sú áhætta sem sá sem varð fyrir tjóninu stendur frammi fyrir þegar í upphafi dómsmálsins eins og dómskerfið tekur á málunum um þessar mundir samkvæmt ákvörðunum Alþingis. Einstaklingur sem lendir í dómsmáli þarf að vara sig á því að lög geta beinlínis verið þannig úr garði gerð að þau séu sérstaklega samin fyrir hinn sterka beinlínis til þess að gera honum kleift að komast sem best frá dómsmáli á kostnað hins veikari. Sú lagaregla, sem vegur þyngst í því að geta gert dómsmálið sem dýrast er hin svokallaða forræðisregla, það er sú lagaregla að málflytjendur hafi hvor fyrir sig forræði á málinu, óháð vilja hins, sem þýðir að þeir stýra því hvor fyrir sig miklu frekar en dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður, til dæmis þegar einhver hluti málsins hefur verið þæfður fram og aftur svo mörgum mánuðum skiptir. Hafi málflytjandi hins sterka dálítið hugmyndaflug til að teygja málið og toga getur hann af þessum ástæðum gert málið nánast eins dýrt og honum sýnist. Þagnarreglan gengur út á það að aðili máls þarf ekki að svara spurningum í réttarsal eða leggja fram gögn, jafnvel ekki um það atriði sem málið snýst um. Hann getur á hinn bóginn komið með gagnkröfur á hinn aðilann sem honum hugnast betur, bæði til þess að vinna málið þannig og um leið að draga athyglina frá því sem hann vill ekki svara. Í lögum eru til leiðir fyrir dómarann að freista þess að afla svona upplýsinga en virðast afar sjaldan notaðar. Þetta er það mikilvægt að fullyrða má að mörg mál vinnast með því einu að sönnunargögn vanti sem dómarinn tekur gild. Málshraðareglan gengur út á að mál gangi eins hratt fyrir sig og verða má, sem er auðvitað hið besta mál. Hún er hins vegar mest notuð til þess að reyna að hindra að aðili máls geti lagt fram sönnunargögn til viðbragða við einhverju útspili hins aðilans. Ég held að um sé að ræða margs konar fleiri lagaákvæði sem beinlínis hygla hinum sterka í dómskerfinu. Eftirfarandi dæmi eru nærliggjandi: Flestar greiðslur beint til dómstóla, sem sá sem ákærir þarf að greiða, eru yfirleitt jafn háar hvort sem um er að ræða lítil mál þar sem upphæðir sem deilt er um nema 10–20 milljónum eða jafnvel mál þar sem deilt er um milljarða. Þar sem svo er ekki fæst mikill afsláttur í stóru málunum, ekki bara 10-20% eins og tíðkast í verslunum eða jafnvel 50-70% sem kemur fyrir í undantekningatilfellum, heldur upp í 80-99%. Félítill maður, sem höfðar mál á hendur öðrum, getur átt von á því að vera krafinn um tryggingu fyrir hugsanlegum málskostnaði tapi hann málinu. Þarna getur verið um að ræða einhverjar milljónir króna sem sitja föst í dómnum þangað til dómur er kveðinn upp venjulega einhverjum árum seinna. Félítill maður sem tapar máli fyrir héraðsdómstóli og áfrýjar til efra dómstigs getur átt von á því að fá á sig kröfu um svokallaða löggeymslu sem er í raun ekkert annað en gjaldþrotskrafa með þeirri undantekningu að sá sem krefst hennar þarf aðeins að greiða einhverja tugi þúsunda króna fyrir í stað hundruða þúsunda í venjulegri gjaldþrotskröfu. Sennilega er að finna fjölda lagagreina sem eru almenningi í óhag eigi hann í höggi við sér sterkari aðila sem samanlagt segja í raun dómaranum að hann eigi frekar að dæma hinum sterkari í hag. Auk þess er hinn sterki miklu líklegri til þess að áfrýja. Hann hefur að minnsta kosti frekar fé í handraðanum til þess. Eins og áður sagði fer það orð af þeim dómsmálum þar sem einstaklingur meðal almennings eða lítið fyrirtæki á í hlut að þau eigi ekki möguleika. Ætti niðurstaðan að byggjast á réttlæti, sanngirni eða heilbrigðri skynsemi er líklegt að miklu réttari niðurstaða fengist að meðaltali ef kastað væri upp um hana heldur en að dómari felldi úrskurð. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun