Hagkaup hættir sölu á Sodastream í kjölfar mótmæla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. október 2024 15:05 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Vísir/Bjarni Hagkaup hefur hætt sölu á Sodastream í kjölfar mótmælaaðgerða en síðustu mánuði hafa aðgerðasinnar fest límmiða á vörurnar og hvatt neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael vegna átaka Ísraelska hersins í Palestínu. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“ Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en hann tekur fram að ákvörðun um að taka vöruna úr sölu eftir endurtekin skemmdarverk hafi verið tekin í samráði við Heimilistæki sem er umboðsaðili fyrir Sodastream hér á landi. Önnur sambærileg vara mun vera sett í sölu í staðinn. Heimildin greindi fyrst frá. Geti ekki boðið upp á vöruna til sölu „Það er verið að skemma söluvöru í verslunum og spurning hvernig best er að bregðast við því. Við getum ekki boðið upp á vöru í sölu sem er með svona merkingum á.“ Sagði Sigurður sem tók fram að annað slíkt hafi ekki komið fyrir áður hjá Hagkaup og segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu Sodastream tæki má finna á mörgum heimilum.Vísir/Getty „Öll mál þar sem menn eru að skemma varning og valda tjóni inn í verslunum fara inn í farveg hjá okkur. Við erum með myndefni og vitum hverjir þetta eru og svo fer þetta í farveg.“ „Nú þurfum við að gefa í“ Færsla var birt á Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu - BDS Ísland undir nafnleynd í gær þar sem kemur fram að meðlimir hópsins hafi verið að senda pósta á Sigurð og Hagkaup í meira en ár til að biðja um að þessar vörur verði fjarlægðar úr sölu. „Sigurður er að íhuga að hætta að selja SodaStream vegna límmiða. Aðrar vörur hafa ekki verið merktar með fullnægjandi hætti. Nú þurfum við að gefa í, og merkja vörur frá Ísrael í Hagkaup. Við þurfum líka að segja Sigurði að hann sé á rangri leið, glæpavæðing aktivisma er hættuleg þróun sem við þurfum að stöðva,“ segir í færslunni. Spurður hvort að hann og aðrir hjá Hagkaup hafi orðið vör við mikil afskipti frá mótmælendum síðasta ár svarar Sigurður: „Nei alls ekki. Við svo sem höfum bara átt í ágætis samtali við þessa aðila hingað til þar sem þeir hafa oft á tíðum verið að forvitnast um stöðu ýmissa mála. Að öðru leyti hafa öll samskipti gengið nokkuð vel.“
Matvöruverslun Átök í Ísrael og Palestínu Verslun Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira