„Ævintýri og lygar í boði sumra ykkar“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:57 Erik ten Hag er áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þvert á það sem margir virtust halda fyrir landsleikjahléið. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar fjölmiðlamenn um að spinna lygar um framtíð hans í starfi. Allir hjá United séu á sömu blaðsíðu. Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira