Enski boltinn

Eig­andinn þuklaði á fyrir­liða kvenna­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronnie Gibbons í leik með Fulham en hún var hjá félaginu frá 1994 til 2003.
Ronnie Gibbons í leik með Fulham en hún var hjá félaginu frá 1994 til 2003. Getty/Jon Buckle

Fyrrum fyrirliði kvennaliðs Fulham hefur komið fram með ásakanir á hendur látnum fyrrum eiganda félagsins.

Ronnie Gibbons segir að Mohamed Al Fayed hafi tvívegis áreitt hana kynferðislega þegar hann var eigandi félagsins og hún leikmaður kvennaliðsins.

Al Fayed lést í ágúst í fyrra en hann var þá 94 ára gamall. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur verið sakaður um kynferðislegt áreiti en fjöldi starfsmanna í fyrirtækjum hans hefur gert hið sama.

Gibbons segir í viðtali við The Athletic að þetta hafi gerst á einkaskrifstofu hans í Harrods búðinni árið 2000 en hún var þá bara tvítug en hann 71 árs.

Hann reyndi bæði að kyssa hana sem og að reyna að þukla á henni.

Forráðamenn Fulham í dag brugðust við þessum ásökunum og segjast styðja Gibbons.

„Okkur hjá félaginu er mikið niðri fyrir eftir að hafa heyrt af reynslu fyrrum fyrirliða okkar Ronnie Gibbons. Hún hefur okkar samúð og fullan stuðning, sagði í yfirlýsingunni.

Lundúnalögreglan sagði frá því fjörutíu konur hafa komið fram og sakað Al Fayed um nauðgun eða kynferðisáreiti síðan að breska ríkisútvarpið sagði frá ásökunum á hendur honum, frá fyrrum starfskonum Harrods búðarinnar.

Lögreglan hafði áður rannsakað ásakanir fleiri en tuttugu kvenna á árunum 2005 til 2023. Hann var samt aldrei sóttur til saka.

Al Fayed var eigandi Fulham á árunum 1997 til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×