Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir skrifar 19. október 2024 08:02 Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er komið að kosningum enn á ný. Við stöndum frammi fyrir því að fela stjórnmálafólki, enn eina ferðina, valdið til að stýra þessu landi – landinu okkar. Við treystum þeim fyrir lífi okkar, lífi barna okkar og framtíðinni. Við treystum þeim fyrir því að móta samfélag þar sem allir geta lifað með reisn, haft tækifæri til að njóta lífsins og verið metnir að verðleikum. En hvað hafa þeir gert til að verðskulda þetta traust? Hvað höfum við raunverulega fengið frá þessum flokkum og fólkinu sem keppir nú af öllu afli um atkvæði okkar? Við heyrum loforð. Við heyrum orðskrúð. Við heyrum talað um framtíðarsýn. En á meðan stjórnmálamenn telja okkur trú um að þeir séu með lausnir á vandamálum þjóðarinnar, þá stöndum við í raun og veru verr en fyrir nokkrum árum. Hvar eru þær lausnir sem þeir lofuðu? Hvar eru þær umbætur sem þeir lofuðu síðast? Við erum enn föst í samfélagi sem er í sárum. Við glímum við okurvexti sem sliga heimilin í landinu. Heilbrigðiskerfið er brotið. Börn og ungmenni upplifa vanlíðan á skala sem við höfum ekki séð áður. Erlendir aðilar kaupa upp náttúruauðlindir okkar, húsnæðismarkaðurinn er algjörlega óásættanlegur og unga fólkið okkar sér enga framtíð hér lengur. Þetta er núverandi ástand. Þetta er það sem þeir hafa skilað okkur. Þeir sitja í þingsalnum fyrir okkur – ekki öfugt Flokkarnir keppast núna um sætin sín eins og hungraðir hrægammar um síðasta brauðbitann. En voru þeir jafn hungraðir þegar þeir höfðu tækifæri til að bæta líf okkar? Hvað hafa þeir gert við valdið sem við fólum þeim? Hefur líf okkar batnað? Hefur ástandið í samfélaginu batnað? Svarið er augljóslega nei. Þegar stjórnmálamenn tala til okkar, tala þeir oft á tungumáli sem við skiljum ekki. Orðskrúð full af loforðum en gjörsamlega laus við innihald. Og þegar orð þeirra nægja ekki, grípa þeir til gaslýsingartækni – reyna að telja okkur trú um að ástandið sé í himnalagi þegar við sjáum með eigin augum að það er það ekki. Við verðum að krefjast breytinga Er ekki kominn tími til að krefjast þess að þau efni loforðin sem þau gefa okkur? Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn standi frammi fyrir alvöru ábyrgð? Hvað gerist þegar við leyfum þeim, aftur og aftur, að svíkja okkur? Við stöndum eftir með brotin loforð, brotið kerfi, og brotin líf. Þau sem sitja á þingi, þau sitja þar í okkar nafni. Það er kominn tími til að minna þau á að við erum fólkið sem þetta snýst um. Við erum raunverulegt fólk í raunverulegu lífi, sem viljum lifa í samfélagi þar sem virðing og mannleg reisn eru í fyrirrúmi. Samfélagi þar sem okkur er ekki sagt aftur og aftur að sætta okkur við ástand sem er rangt í alla staði. Við eigum rétt á lýðræði, rétt á því að tjá okkur, rétt á því að lifa með reisn. Við eigum rétt á því að stjórnmálafólk standi við þau loforð sem þau gefa okkur. Stjórnmálakerfið sem við lifum við núna er löngu útrunnið. Orðatiltækið um að ,,Þangað sækir klárinn þar sem hann er kvaldastur“ má ekki lengur eiga við okkur. Hræðsla og undirgefni hafa markað okkar líf of lengi. Við eigum ekki lengur að lifa við ótta. Við eigum ekki lengur að sætta okkur við orðaleiki, fals og lygar. Við eigum ekki lengur að þurfa að vera hrædd við að tjá okkar skoðanir. Og við eigum ekki lengur að láta telja okkur trú um að ástandið sé í lagi þegar við vitum að það er það ekki. Við erum Ísland. Við þurfum að trúa á okkur sjálf, trúa á okkar tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Því við vitum það. Við finnum það. Við finnum það að stjórnmálin hafa brugðist okkur, og að það er kominn tími til breytinga. Látum ekki svíkja okkur aftur. Það er kominn tími til aðgerða, tími til breytinga, tími til réttlætis. Tími til að taka ákvörðun um betri framtíð fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun