Sport

Sex­faldur Ólympíugull­verð­launa­hafi dauð­vona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Chris Hoy með sjötta Ólympíugullið sitt sem hann vann á heimavelli í London árið 2012.
Sir Chris Hoy með sjötta Ólympíugullið sitt sem hann vann á heimavelli í London árið 2012. Getty/ Ian MacNicol

Hjólreiðagoðsögnin Sir Chris Hoy sagði frá því í viðtali við Sunday Times í morgun að barátta hans við krabbameinið sé töpuð.

Læknar hafa sagt Hoy að hann eigi bara tvö til fjögur ár eftir ólifað.

Hoy er 48 ára gamall en hann hafði sagt frá því fyrr á þessu ári að hann hefði greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

„Eins ónáttúrlega og mér líður þá er þetta náttúran. Við fæðumst öll og allir munu á endanum deyja einhvern tímann. Þetta er bara hluti af ferlinu,“ sagði Hoy æðrulaus í viðtalinu.

Krabbamein hefur nú dreifst yfir í beinin hans og læknar segja að Hoy sé kominn á fjórða stig.

Hoy var mjög sigursæll á sínum ferli í hjólreiðum. Hann vann sex Ólympíugullverðlaun frá 2004 til 2012.

Aðeins Sir Jason Kelly hefur unnið fleiri Ólympíugull með Breta en hann var sjö.

Hoy hætti að keppa árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×