Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 10:57 Eldurinn kom upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Vísir/vilhelm Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum. Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum.
Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53
Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25
Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31