Körfuboltakvöld: Áhyggjur af Álftanesi Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2024 06:01 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, á ekki sjö dagana sæla þessa dagana vísir/Hulda Margrét Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins. Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon reið á vaðið og vildi meina að liðið virkaði bara eiginlega ekki, á báðum endum vallarins, þegar David Okeke nýtur ekki við. „Þeirra stærsta vandamál akkúrat núna er þegar Okeke fer af vellinum þá finnst mér liðið eiginlega alltaf hrynja pínu. Tommi [Tómas Þórður Hilmarsson] kemur oft inn á hjá þeim, og Tommi er eiginlega bara búinn að eiga erfitt uppdráttar í vetur og eiginlega síðustu tvö ár en þeir verða að finna einhverja lausn á þessu. Mér finnst liðið „droppa“ rosalega, bæði varnar- og sóknarlega þegar hann kemur inn á.“ Helgi fór yfir nokkrar klippur úr leik Álftaness og Vals og hélt svo áfram og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Þetta er léleg vörn. Þetta er lið sem er að berjast fyrir fyrsta sigrinum sínum og þetta er vörnin sem er boðið upp á. [...] Ég hef bara áhyggjur af varnarleik Álftnesinga. [...] Ég hélt þeir myndu taka upp þráðinn frá síðasta tímabili varnarlega en svo er alls ekki.“ Teitur Örlygsson fór svo yfir frammistöðu liðsins í „brakinu“ eins og Stefán Árni orðaði það. „Teitur förum síðan næst í Álftnesinga í brakinu. Í gær er eiginlega ótrúlegt að þeir hafi tapað. Þeir eru átta stigum yfir. Hvað er það við þetta lið sem þeir eru að klikka undir lok leikjanna, því þetta er ekki í fyrsta skipti?“ „Þeir verða náttúrulega að setja boltann í körfuna.“ - Svaraði Teitur og hitti sennilega naglann lóðbeint á höfuðið þar. Umræðuna um Álftanes má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Áhyggjur af Álftanesi
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira