Vopnakaup eru landráð Hildur Þórðardóttir skrifar 20. október 2024 21:30 Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Rússland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vopnakaup Alþingis og þátttaka í stríði úti í heimi stangast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, Varnarmálalög nr. 34/2008 og Almenn hegningarlög nr. 19/1940 og brýtur beinlínis gegn þeim. Ísland er nú orðið beinn þátttakandi í stríði og þar með hernaðarskotmark. Með þessum ráðstöfunum sínum hafa íslenskir ráðamenn framið landráð. Í Stjórnarskránni er kveðið á um að Ísland sé lýðveldi með þrískiptingu valdsins. Engum er heimilt að viðhafa ráðstafanir sem ganga gegn því. Í 21. gr. segir að ráðamenn „megi ekki gera samninga ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins”. Með þessum vopnakaupum og hernaðarafskiptum eru ráðamenn að setja íþyngjandi kvaðir á samfélagið og breytingar á stjórnarhögum. Ekki aðeins kvaðir fyrir síðustu fjögur ár, heldur hafa þeir lofað framlögum langt fram í tímann og þar með látið undan þrýstingi erlendra afla sem vilja veikja stjórn landsins og ná yfirráðum hér. Þetta eru hrein og klár landráð. Með því að taka beinan þátt í stríði hafa ráðamenn sett okkur á lista yfir óvini Rússlands. Rússland er kjarnorkuveldi og hefur forseti þeirra, Vladimir Pútín, ítrekað hótað að beita kjarnorkuvopnum ef Vesturlönd halda stríðsrekstrinum áfram í Úkraínu. Ísland liggur varnarlaust í Norðurhafi, fámennt og afskekkt og því tilvalið skotmark til að sýna Vesturlöndum að honum sé alvara. Með þessum gjörðum hafa utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll brotið gegn landráðakafla almennu hegningarlaganna þar sem segir: „Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, ... þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Ekki nóg með það heldur sleit utanríkisráðherra öllu sambandi við Rússland með því að vísa rússneska sendiherranum úr landi og kalla heim okkar eiginn frá Rússlandi. Í áratugi áttum við Íslendingar farsælt og gjöfult viðskiptasamband við Rússland sem utanríkisráðherra eyðilagði með gjörðum sínum svo stór fyrirtæki fóru á hausinn. Eru þetta mestu ráðherraglöp í sögu þjóðarinnar og landráð. Samkvæmt 88. gr. sömu laga því þar segir að hver „sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið ... sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta ... fangelsi allt að 6 árum.“ Í 91. gr. hegningarlaganna segir: „Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.” Íslenskir ráðamenn bera ekki hag íslenska ríkisins fyrir brjósti með þessum erlendu samningum um vopnakaup og beina þátttöku í stríðsrekstri, heldur þvert á móti setja þeir okkur í stórhættu og stórskuldir. Þetta eru 16 milljarðar af fé sem Íslendingar eiga ekki einu sinni fyrir, heldur þarf að taka lán hjá aþjóðabönkum sem næstu kynslóðir þurfa að greiða upp með ærnum tilkostnaði. Eru þingmenn sáttir við það? Varnarmálalög nr. 34/2008 taka skýrt fram að valdheimildir íslenskra stjórnvalda lúti eingöngu að varnartengdum verkefnum og öryggi landsins. Þau byggja á því að við séum herlaus þjóð og hlutlaus og ekki vilji til að breyta þeirri staðreynd. Bein þátttaka í stríði og vopnakaup eru ekki heimil. Þessi vopnakaup hafa ekki stuðlað að öryggi landsins eins og áður segir, heldur þvert á móti gert Ísland að hernaðarskotmarki. Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag og í samningnum er hvergi minnst á að aðildarríki þurfi að reiða af hendi fjármagn til vopnakaupa. Við höfum verið aðilar að samningum í 70 ár án þess að þurfa að reiða fram krónu til vopnakaupa. Auk þess eru hvorki Úkraína né Rússland aðilar að Atlantshafsbandalaginu og því ber okkur engin skylda að skipta okkur af þessu stríði. Afskipti okkar eru einungis vegna þrýstings frá aðilum innan NATO og hernaðararmi Bandaríkjanna sem vilja knésetja Rússland og eignast auðlindir Úkraínu og eru reiðbúnir að fórna úkraínsku þjóðinni í þeim tilgangi. Viljum við Íslendingar vera þátttakendur í slíku landráði? Við höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, vopnlaus og herlaus þjóð. Leiðtogafundurinn árið 1986 var sönnun á stefnu landsins, að beita sér frekar í friðarumleitunum en að blanda sér í vopnuð átök. Alla tíð höfum við frekar sent hjúkrunarlið og hjálparstarfsmenn en hermenn eða vopn og þjóðin verið sátt við það. Nú allt í einu hefur ríkisstjórn landsins breytt kúrsi þjóðarskútunnar án þess að spyrja þjóðina. Það er engin réttlæting fyrir þessum vopnakaupum og hernaðarbrölti því ber þingmönnum stjórnskipuleg skylda að umrædd fyrirætlan verði tekið út úr fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Höfundur er rithöfundur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun