Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026 Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:44 Ísland hefur verið fastagestur á EM frá aldamótum og ekki útlit fyrir að það breytist í bili. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026. Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira