„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 19:08 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“ Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“
Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira