Ekki heppilegt ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í framboð til Alþingis að þessu sinni. Komið hafi verið að máli við hann, eins og raunar fyrir allar alþingiskosningar síðasta áratuginn, en hann hafi ákveðið eftir langa yfirlegu að kröftum hans sé betur varið í verkalýðshreyfingunni. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“ Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Vísi en hann hefur verið sterklega orðaður við framboð til Alþingis, líkt og fleiri forystumenn í verkalýðshreyfingunni. Gefur ekkert upp um hver hefur komið að máli við hann Vilhjálmur vill ekkert gefa upp um það hver hefur komið að máli við hann varðandi framboð. Hann telji enda óheppilegt að verkalýðsforkólfar séu eyrnamerktir tilteknum stjórnmálaflokkum. Því kjósi hann að halda stjórnmálaskoðunum sínum fyrir sjálfan sig, þótt sterkar séu. „Það er oft þannig þegar forystumenn eru eyrnamerktir opinberlega einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá er hætta á því að trúverðugleiki þeirra bíði hnekki. Ég tel ekki til hagsbóta að forystumenn séu stuðningsmenn ákveðinna stjórnmálaflokka. Þá verður erfiðara að gagnrýna og þú verður líka ótrúverðugri ef þú gagnrýnir ekki.“ Nægt framboð af frambjóðendum Vilhjálmur segist telja starfskröftum hans betur borgið innan verkalýðshreyfingarinnar en inni á Alþingi, enda sé þegar nægt framboð af frambjóðendum. Þar vísar hann vitanlega til Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, Kristjáns Þórðar Snæbjörnssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem hefur þó sagt framboð sitt frekar til stuðnings en í von um þingsæti. „En eins og svo oft áður þá hefur mér staðið ýmislegt til boða, það er svo sem engin breyting þar á. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að þessu sinni ætla ég að einbeita mér að verkalýðsbaráttunni, enda af nægu að taka þar, að veita stjórnvöldum á hverjum tíma ríkt aðhald. Kostirnir meiri við að halda áfram í skemmtilegu starfi Vilhjálmur minnir á mikilvægi þess að halda þeirri baráttu áfram og bendir á ýmsa sigra sem unnist hafa undanfarið. „Eins og til dæmis núna í síðustu kjarasamningum, þar sem okkur tókst að styrkja stöðu launafólks verulega. Nægir að nefna þar gjaldfrjálsar skólamáltíðir, hækkun á fæðingarorlofi, hækkun á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa, hækkun á barnabótum og annað slíkt. Þetta eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Ég held að þegar maður tekur kosti og galla þess að fara úr því starfi sem maður er í í dag í það sem hugsanlega gæti komið, þá eru kostirnir að mínum dómi meiri við að halda áfram í því skemmtilega starfi sem ég er í.“ Kerfisbreytinga þörf Vilhjálmur segir það ekki gott ef verkalýðshreyfingin tæmist inn á Alþingi, en svo virðist sem allir og amma þeirra séu á leið í framboð, jafnvel frændur og frænkur líka. Hann voni þó að endurnýjunin á þingi verði til þess að eitthvað verði gert fyrir almenning. „Það sem þarf núna er að stjórnmálamenn taki stöðu með almenningi og heimilum þessa lands. Það þarf að ráðast í kerfisbreytingar. Kerfisbreytingar sem lúta að því að ná niður vöxtum hér á landi, svo það sé hægt að bjóða heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum lánakjör til samræmis við það sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“
Alþingi Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira