Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. október 2024 16:43 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára. Í fréttatilkynningu um árshlutauppgjör, sem birt var í dag, segir að EBIT afkoma félagsins hafi verið 11,4 milljarðar króna, 83 milljónir dala, og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna, 69 milljónir dala. Í sams konar fréttatilkynningu í fyrra var greint frá því að þriðji ársfjórðungur ársins 2023 hefðu verið sá arðbærasti frá upphafi. Meðalfargjöld lægri á markaðnum yfir Atlantshafið Í tilkynningu nú er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að með samstilltu átaki hafi tekist að nýta sveigjanleika leiðakerfisins til að bregðast við breytingum á eftirspurn til Íslands og setja meiri þunga á markaðinn yfir Atlantshafið, sem hafi skilað góðri sætanýtingu á þriðja ársfjórðungi. „Þessi eftirspurnarbreyting hafði þó áhrif á afkomu félagsins þar sem meðalfargjöld eru lægri á þeim markaði. Hins vegar er markaðurinn til Íslands að styrkjast á ný og gerum við ráð fyrir verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi og á næsta ári. Við héldum áfram að ná góðum árangri í flugrekstrinum með met stundvísi og bættri skilvirkni viðhaldsverkefna sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar þrátt fyrir verðbólgu. Þá var áframhaldandi rekstrarbati í fraktstarfsemi okkar og leiguflugið skilaði mjög góðri afkomu á fjórðungnum.“ Fjölmörg hagræðingarverkefni í vinnslu Þá hafi félagið hafið umbreytingavegferð, í takt við áherslu þess á að bæta samkeppnishæfni félagsins og þannig renna stoðum undir arðbæran vöxt og árangur félagsins til lengri tíma, á fyrri hluta þessa árs, sem sé þegar farin að skila árangri. Við erum að velta við öllum steinum og höfum sett fram aðgerðaráætlun sem mun bæta arðsemi félagsins og stuðla að því að við náum langtímamarkmiði okkar um 8% EBIT hlutfall. Markmiðið er að þessi vegferð muni skila 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok næsta árs og enn meira á árunum þar á eftir. Fjölmörg hagræðingarverkefni eru þegar í vinnslu og við höldum jafnframt áfram að styrkja tekjumyndun í gegnum fjölbreytta tekjustrauma, meðal annars í gegnum samstarf við önnur flugfélög.“ Á þessu ári hafi félagið gert samstarfssamninga við fjögur flugfélög – Emirates, TAP, Air Greenland og Atlantic Airways. Þá hafi það verið mikil tímamót þegar tilkynnt var að Icelandair yrði fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, sem sé á meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna. Landfræðileg lega landsins grunnurinn að módelinu Loks er haft eftir Boga Nils að grunnurinn að viðskiptamódeli Icelandair og þess helsta samkeppnisforskot sé landfræðileg lega Íslands. Leiðakerfið sé kjarninn í starfseminni og bjóði upp á mikla tengimöguleika í Evrópu og Norður-Ameríku og enn fleiri í gegnum samstarfsflugfélög okkar. Þá muni tilkoma nýrra langdrægari flugvéla inn í flotann gera félaginu kleift að opna nýja spennandi markaði og þar með styðja enn frekar við framtíðarþróun Íslands sem áfangastaðar og tengimiðstöðvar í flugi. „Horfur eru góðar og gerum við ráð fyrir töluverðum afkomubata í fjórða ársfjórðungi og á árinu 2025. Með því að byggja á okkar sterka grunni ásamt áherslu á aukna skilvirkni og að styrkja samkeppnishæfni félagsins, tel ég að Icelandair sé í ákjósanlegri stöðu til að grípa tækifærin sem framundan eru og skapa virði fyrir hluthafa og samfélagið í heild.“ Helstu punktar upp úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá Icelandair: EBIT afkoma 11,4 milljarðar króna (83 milljónir USD) og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna (69 milljónir USD) Góður árangur í flugrekstrinum endurspeglast í 2% lækkun einingakostnaðar Framúrskarandi stundvísi, upp um 5 prósentustig og skilar sér til lækkunar einingakostnaðar Umbreytingarvegferð félagsins mun skila frekari kostnaðarlækkunum og tekjuaukningu Einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar á markaðnum til Íslands og lækkun meðalfargjalda á N-Atlantshafsmarkaðnum Sætanýting 86% í þriðja ársfjórðungi, aukning um 1,4 prósentustig milli ára Fjöldi farþega var 1,7 milljónir, aukning um 9%, þar af 550 þúsund farþegar til Íslands Góður árangur í leiguflugsstarfsemi, 21% EBIT hlutfall Jákvæður viðsnúningur í fraktstarfsemi nam 784 milljónum króna (5,7 milljónum USD) Sterk lausafjárstaða 53,6 milljarðar króna (395,7 milljónir USD) Tímamót þegar Icelandair var kynnt sem fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, til viðbótar við fjóra nýja samstarfssamninga á árinu Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í fréttatilkynningu um árshlutauppgjör, sem birt var í dag, segir að EBIT afkoma félagsins hafi verið 11,4 milljarðar króna, 83 milljónir dala, og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna, 69 milljónir dala. Í sams konar fréttatilkynningu í fyrra var greint frá því að þriðji ársfjórðungur ársins 2023 hefðu verið sá arðbærasti frá upphafi. Meðalfargjöld lægri á markaðnum yfir Atlantshafið Í tilkynningu nú er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að með samstilltu átaki hafi tekist að nýta sveigjanleika leiðakerfisins til að bregðast við breytingum á eftirspurn til Íslands og setja meiri þunga á markaðinn yfir Atlantshafið, sem hafi skilað góðri sætanýtingu á þriðja ársfjórðungi. „Þessi eftirspurnarbreyting hafði þó áhrif á afkomu félagsins þar sem meðalfargjöld eru lægri á þeim markaði. Hins vegar er markaðurinn til Íslands að styrkjast á ný og gerum við ráð fyrir verulegum rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi og á næsta ári. Við héldum áfram að ná góðum árangri í flugrekstrinum með met stundvísi og bættri skilvirkni viðhaldsverkefna sem skilaði sér í lækkun einingakostnaðar þrátt fyrir verðbólgu. Þá var áframhaldandi rekstrarbati í fraktstarfsemi okkar og leiguflugið skilaði mjög góðri afkomu á fjórðungnum.“ Fjölmörg hagræðingarverkefni í vinnslu Þá hafi félagið hafið umbreytingavegferð, í takt við áherslu þess á að bæta samkeppnishæfni félagsins og þannig renna stoðum undir arðbæran vöxt og árangur félagsins til lengri tíma, á fyrri hluta þessa árs, sem sé þegar farin að skila árangri. Við erum að velta við öllum steinum og höfum sett fram aðgerðaráætlun sem mun bæta arðsemi félagsins og stuðla að því að við náum langtímamarkmiði okkar um 8% EBIT hlutfall. Markmiðið er að þessi vegferð muni skila 70 milljónum dala á ársgrundvelli í lok næsta árs og enn meira á árunum þar á eftir. Fjölmörg hagræðingarverkefni eru þegar í vinnslu og við höldum jafnframt áfram að styrkja tekjumyndun í gegnum fjölbreytta tekjustrauma, meðal annars í gegnum samstarf við önnur flugfélög.“ Á þessu ári hafi félagið gert samstarfssamninga við fjögur flugfélög – Emirates, TAP, Air Greenland og Atlantic Airways. Þá hafi það verið mikil tímamót þegar tilkynnt var að Icelandair yrði fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, sem sé á meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna. Landfræðileg lega landsins grunnurinn að módelinu Loks er haft eftir Boga Nils að grunnurinn að viðskiptamódeli Icelandair og þess helsta samkeppnisforskot sé landfræðileg lega Íslands. Leiðakerfið sé kjarninn í starfseminni og bjóði upp á mikla tengimöguleika í Evrópu og Norður-Ameríku og enn fleiri í gegnum samstarfsflugfélög okkar. Þá muni tilkoma nýrra langdrægari flugvéla inn í flotann gera félaginu kleift að opna nýja spennandi markaði og þar með styðja enn frekar við framtíðarþróun Íslands sem áfangastaðar og tengimiðstöðvar í flugi. „Horfur eru góðar og gerum við ráð fyrir töluverðum afkomubata í fjórða ársfjórðungi og á árinu 2025. Með því að byggja á okkar sterka grunni ásamt áherslu á aukna skilvirkni og að styrkja samkeppnishæfni félagsins, tel ég að Icelandair sé í ákjósanlegri stöðu til að grípa tækifærin sem framundan eru og skapa virði fyrir hluthafa og samfélagið í heild.“ Helstu punktar upp úr uppgjöri þriðja ársfjórðungs hjá Icelandair: EBIT afkoma 11,4 milljarðar króna (83 milljónir USD) og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna (69 milljónir USD) Góður árangur í flugrekstrinum endurspeglast í 2% lækkun einingakostnaðar Framúrskarandi stundvísi, upp um 5 prósentustig og skilar sér til lækkunar einingakostnaðar Umbreytingarvegferð félagsins mun skila frekari kostnaðarlækkunum og tekjuaukningu Einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar á markaðnum til Íslands og lækkun meðalfargjalda á N-Atlantshafsmarkaðnum Sætanýting 86% í þriðja ársfjórðungi, aukning um 1,4 prósentustig milli ára Fjöldi farþega var 1,7 milljónir, aukning um 9%, þar af 550 þúsund farþegar til Íslands Góður árangur í leiguflugsstarfsemi, 21% EBIT hlutfall Jákvæður viðsnúningur í fraktstarfsemi nam 784 milljónum króna (5,7 milljónum USD) Sterk lausafjárstaða 53,6 milljarðar króna (395,7 milljónir USD) Tímamót þegar Icelandair var kynnt sem fyrsta samstarfsflugfélag Southwest Airlines, til viðbótar við fjóra nýja samstarfssamninga á árinu
Icelandair Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira