Hann greinir frá því í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook fyrr í kvöld að hann hafi samþykkt útnefningu uppstillingarnefndar.
„Það er gríðarleg deigla hjá sósíalistum sem hafa lagt fram trúverðuga stefnu í öllum helstu hagsmunamálum almennings. Það er mér heiður að fá tækifæri til þess að vinna henni fylgis,“ skrifar Guðmundur.
„Öryggi og velferð fyrir alla, en ekki ótta, örbirgð né frekari hnignun innviða.“