380 flóttamenn til að ráða örlögum þjóðar Yngvi Sighvatsson skrifar 23. október 2024 11:01 Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi hafa um 380 manns komið sem flóttamenn á þessu ári ef undanskildir eru Úkraínumenn. Á árunum hér áður komu líka fjöldi fólks frá Venesúela vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinilega kom stjórnsýslunni í vandræði. Hún var ekki undirbúin og síðan hefur mikil orka farið í að benda á þann sem ber sökina. En segja má í dag að þessi sjálfskipaða flóttamannakrísa sé afstaðin og erum við nú eingöngu að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Sem er eins gott, því hver veit hvenær íslenska þjóðin lendir í náttúruhamförum og þarfnast sjálf hjálpar erlendis frá. Nú er fjöldi stjórnmálamanna að segja okkur að okkar helsta vandamál séu hælisleitendur. Getur það staðist? Að tæplega 400 útlendingar séu stóra kosningamálið þessa dagana? Okkar vandamál snúa sem sagt ekki að því að húsnæðisverð hafi hækkað þrefalt meira en laun, að eldri borgarar bíða í hópum á göngum spítalanna eftir að komast á hjúkrunarheimili, að ekki sé hægt að fá tíma hjá lækni eða að sjáanleg aukin vanlíðan sé meðal unga fólksins okkar. Nei nei, látum bara kjósa um útlendingana! Setjum atkvæði okkar á afdrif 380 flóttamanna, því það skiptir meira máli, er það ekki? Auðvitað ekki! En það að verið sé að segja ykkur það og að sumir trúi því, er vandamál út af fyrir sig. Merkilegt að íslenskir stjórnmálamenn haldi að við séum svo auðtrúa að þeir leyfi sér að tala svona niður til okkar. Það er nefnilega verið að tala niður til fólks þegar áherslan er lögð á nokkur hundruð flóttamenn í stað þeirra raunverulegu vandamála sem blasa við. Þess vegna þurfum við Íslendingar að kjósa um okkur sjálf, um Ísland, um heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnrétti, skólamál og velferðarmál. Ekki um örfáa útlendinga og alls ekki af því að einhver segir okkur að gera það, því það eru bara sauðir sem kjósa ekki út frá eigin sannfæringu, aðstæðum sínum og sinna, heldur láta teyma sig á asnaeyrunum. Hvað ætli hver flóttamaður sé „virði“ margra atkvæða í dag? Ef við gerum ráð fyrir að 20.000 manns láti plata sig og deilum þeim atkvæðum niður á 380 flóttamenn, þá er niðurstaðan um 53 atkvæði á hvern hælisleitanda. Er það ekki dálítið fáránlegt? Á meðan er fjöldi Íslendinga sem þarfnast þess að við horfumst í augu við raunveruleg vandamál: að fá þak yfir höfuðið, að njóta jafnréttis og, já, jafnvel hafa aðgang að heimilislækni. Kæru landar, látum ekki teyma okkur af leið með óþarfa hræðsluáróðri. Kjósið til góðs, ekki til vondra mála og skautunar samfélagsins. Tökum upplýstar og sjálfstæðar ákvarðanir, byggðar á okkar eigin sannfæringu og aðstæðum. Saman getum við byggt upp betra Ísland fyrir alla—án þess að láta truflast af 380 manns sem leita hér betra lífs. Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun