„Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 11:49 Pelicot mun að öllum líkindum bera vitni í þriðja sinn áður en réttarhöldunum lýkur. AP/Lewis Joly Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. „Það var svo oft sem ég sagði við sjálfa mig hversu heppinn ég væri að hafa þig mér við hlið,“ sagði Gisèle. „Hann fór með mér til taugalæknis, í rannsóknir, þegar ég var áhyggjufull. Hann fór líka með mér til kvensjúkdómalæknisins. Ég treysti honum algjörlega.“ Gisèle leitaði til læknanna sökum einkenna sem síðar kom í ljós að tengdust lyfjum sem eiginmaður hennar, Dominique, gaf henni í áraraðir til að ræna hana meðvitund. Hún sagðist meðal annars oftsinnis hafa vaknað og upplifað þá tilfinningu að hafa misst vatnið, eins og fyrir fæðingu. „Hvernig gat hinn fullkomni maður gert þetta? Hvernig gastu svikið mig svona? Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Nauðgarinn einn sé ábyrgur og skömmin hans Réttarhöld yfir Dominique og tugum annarra manna sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn Gisèle hafa nú staðið yfir í rúma tvo mánuði en þetta er í annað sinn sem Gisèle tjáir sig í dómsal. Dómarar í málinu sögðust vilja gefa henni tækifæri til að tjá sig um það sem fram hefði komið hingað til og útskýra nokkur atriði. Í þessari viku stendur til að heyra frá sex mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað Gisèle en unnustur þeirra og mæður eru meðal þeirra sem hafa borið vitni í morgun og vikunni. Gisèle varði nokkrum tíma í morgun í að ítreka fyrir konunum að gjörðir manna þeirra væru ekki þeirra sök. Áður hafði lögmaður hennar talað beint til einnar konunnar. Sú hafði greint frá því fyrir dómi að eftir að móðir hennar veiktist illa hefði hún misst áhugann á kynlífi og ítrekað neitað manni sínum um kynlíf. Þegar hún hefði komist að því að maðurinn hefði verð handtekinn fyrir að nauðga Gisèle hefði hún hugsað að það væri sér að kenna, þar sem hann hefði haft óuppfylltar þarfir. „Þú heldur að vegna þess að þú neitaðir manninum þínum um kynferðislegt samband, af því að móðir þín var veik og þú með hugann við annað, þá hafir þú átt þátt í því sem gerðist,“ sagði Stéphane Babonneau, lögmaður Gisèle, fyrir hennar hönd, við konuna. „Fyrir Gisèle þá gerðist þetta ekki af því að þú neitaðir manninum um kynlíf. Því að eiginkonu ber aldrei skylda til að stunda kynlíf með eiginmanni sínum. Skilur þú það?“ Það lægi alveg klárt fyrir af hálfu Gisèle að konan ætti engan þátt að máli. Sagðist ekki telja Dominique hafa verð að hefna fyrir framhjáhald Gisèle sagðist í morgun vera gjörsamlega eyðilögð yfir því sem hefði hent hana og hvatti konur til dáða; skömmin væri aldrei þeirra. Hún var spurð að því hvort hún myndi eftir atvikum þar sem Dominique hefði borð í hana mat og drykk og sagði hann oftsinnis hafa eldað. Hún hefði raunar verið honum afar þakklát og oft hugsað hversu heppin hún væri að eiga svona yndislegan mann. Þá sagðist hún ekki kannast við nærfatnaðinn sem hún hafði sést í á myndskeiðum sem Dominique tók af kynferðisobeldinu. Hún hefði ekki átt þess konar nærföt og hann hlyti að hafa útvegað sér hann annars staðar frá. Gisèle var einnig spurð að því hvort hún héldi að Dominique hefði brotið gegn henni til að hefna fyrir framhjáhald sem hún játaði fyrir honum. Hún sagðist ekki telja að svo væri; það hefði átt sér stað fyrir mörgum árum, hann einnig haldið framhjá henni og þau hefðu einfaldlega rætt málið. Þá sagðist hún aldri hafa orðið vör við það að hann væri reiður eða ofbeldisfullur en þau hefðu rifist eins og önnur hjón. Dominique hefði alist upp við erfiðar aðstæður og faðir hans beitt hann og móður hans harðræði en hann hefði kynnst ást í gegnum hana og fjölskyldu hennar. „Ég bjó með honum í fimmtíu ár; ég hefði ekki verið um kyrrt í fimmtíu ár ef hann hefði verið ofbeldisfullur. Við rifumst eins og öll pör. Við glímdum við ýmsar áskoranir; veikindi, vinnu peninga. Hann var ekki hrotti. Hann lamdi mig aldrei... Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að maður gæti gert svona nokkuð.“ Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
„Það var svo oft sem ég sagði við sjálfa mig hversu heppinn ég væri að hafa þig mér við hlið,“ sagði Gisèle. „Hann fór með mér til taugalæknis, í rannsóknir, þegar ég var áhyggjufull. Hann fór líka með mér til kvensjúkdómalæknisins. Ég treysti honum algjörlega.“ Gisèle leitaði til læknanna sökum einkenna sem síðar kom í ljós að tengdust lyfjum sem eiginmaður hennar, Dominique, gaf henni í áraraðir til að ræna hana meðvitund. Hún sagðist meðal annars oftsinnis hafa vaknað og upplifað þá tilfinningu að hafa misst vatnið, eins og fyrir fæðingu. „Hvernig gat hinn fullkomni maður gert þetta? Hvernig gastu svikið mig svona? Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Nauðgarinn einn sé ábyrgur og skömmin hans Réttarhöld yfir Dominique og tugum annarra manna sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn Gisèle hafa nú staðið yfir í rúma tvo mánuði en þetta er í annað sinn sem Gisèle tjáir sig í dómsal. Dómarar í málinu sögðust vilja gefa henni tækifæri til að tjá sig um það sem fram hefði komið hingað til og útskýra nokkur atriði. Í þessari viku stendur til að heyra frá sex mönnum sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað Gisèle en unnustur þeirra og mæður eru meðal þeirra sem hafa borið vitni í morgun og vikunni. Gisèle varði nokkrum tíma í morgun í að ítreka fyrir konunum að gjörðir manna þeirra væru ekki þeirra sök. Áður hafði lögmaður hennar talað beint til einnar konunnar. Sú hafði greint frá því fyrir dómi að eftir að móðir hennar veiktist illa hefði hún misst áhugann á kynlífi og ítrekað neitað manni sínum um kynlíf. Þegar hún hefði komist að því að maðurinn hefði verð handtekinn fyrir að nauðga Gisèle hefði hún hugsað að það væri sér að kenna, þar sem hann hefði haft óuppfylltar þarfir. „Þú heldur að vegna þess að þú neitaðir manninum þínum um kynferðislegt samband, af því að móðir þín var veik og þú með hugann við annað, þá hafir þú átt þátt í því sem gerðist,“ sagði Stéphane Babonneau, lögmaður Gisèle, fyrir hennar hönd, við konuna. „Fyrir Gisèle þá gerðist þetta ekki af því að þú neitaðir manninum um kynlíf. Því að eiginkonu ber aldrei skylda til að stunda kynlíf með eiginmanni sínum. Skilur þú það?“ Það lægi alveg klárt fyrir af hálfu Gisèle að konan ætti engan þátt að máli. Sagðist ekki telja Dominique hafa verð að hefna fyrir framhjáhald Gisèle sagðist í morgun vera gjörsamlega eyðilögð yfir því sem hefði hent hana og hvatti konur til dáða; skömmin væri aldrei þeirra. Hún var spurð að því hvort hún myndi eftir atvikum þar sem Dominique hefði borð í hana mat og drykk og sagði hann oftsinnis hafa eldað. Hún hefði raunar verið honum afar þakklát og oft hugsað hversu heppin hún væri að eiga svona yndislegan mann. Þá sagðist hún ekki kannast við nærfatnaðinn sem hún hafði sést í á myndskeiðum sem Dominique tók af kynferðisobeldinu. Hún hefði ekki átt þess konar nærföt og hann hlyti að hafa útvegað sér hann annars staðar frá. Gisèle var einnig spurð að því hvort hún héldi að Dominique hefði brotið gegn henni til að hefna fyrir framhjáhald sem hún játaði fyrir honum. Hún sagðist ekki telja að svo væri; það hefði átt sér stað fyrir mörgum árum, hann einnig haldið framhjá henni og þau hefðu einfaldlega rætt málið. Þá sagðist hún aldri hafa orðið vör við það að hann væri reiður eða ofbeldisfullur en þau hefðu rifist eins og önnur hjón. Dominique hefði alist upp við erfiðar aðstæður og faðir hans beitt hann og móður hans harðræði en hann hefði kynnst ást í gegnum hana og fjölskyldu hennar. „Ég bjó með honum í fimmtíu ár; ég hefði ekki verið um kyrrt í fimmtíu ár ef hann hefði verið ofbeldisfullur. Við rifumst eins og öll pör. Við glímdum við ýmsar áskoranir; veikindi, vinnu peninga. Hann var ekki hrotti. Hann lamdi mig aldrei... Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að maður gæti gert svona nokkuð.“
Mál Dominique Pélicot Frakkland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira