Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2024 12:21 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia. Sigurjón Ólason Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. „Við munum senda inn í þessari eða næstu viku umsókn til Samgöngustofu um breytingu á flugvellinum,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, spurð um næstu skref í málinu. Hún segir að það sé síðan hlutverk Samgöngustofu að meta hvort breytingar á flugvellinum séu í samræmi við loftferðalög og reglugerð um flugvelli. Þar vísar hún til EES-reglugerðar um flugvelli númer 139 frá árinu 2014. Séð yfir svæðið umdeilda í Skerjafirði sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg Áttunda grein þeirrar reglugerðar um Verndun flugvallarumhverfis kveður á um að samráð fari fram að því er varðar þau áhrif á öryggi sem byggingar, sem fyrirhugað er að reisa innan marka hindranaflatarins og annarra flata sem tengjast flugvellinum, kunni að hafa. Níunda grein um Vöktun flugvallarumhverfis kveður jafnframt á um að samráð verði tryggt að því er varðar „hvers konar byggingastarfsemi eða breytingu á landnotkun á flugvallarsvæðinu“ sem og „hvers konar byggingastarfsemi, sem getur valdið því að hindranir valdi ókyrrð í lofti, sem getur verið hættuleg starfrækslu loftfara,“ segir í Evrópureglugerðinni um flugvelli. Undirskriftasöfnun er í gangi á Ísland.is þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. Aðspurð segir Sigrún Björk engin ný tilmæli hafa borist frá innviðaráðuneytinu né hafi fyrri tilmæli verið dregin til baka eftir að Svandís hvarf úr ráðherraembætti og Sigurður Ingi tók við málaflokknum á ný. Hér má heyra hvað þau Svandís og Sigurður Ingi sögðu um málið fyrir tveimur vikum: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Við munum senda inn í þessari eða næstu viku umsókn til Samgöngustofu um breytingu á flugvellinum,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, spurð um næstu skref í málinu. Hún segir að það sé síðan hlutverk Samgöngustofu að meta hvort breytingar á flugvellinum séu í samræmi við loftferðalög og reglugerð um flugvelli. Þar vísar hún til EES-reglugerðar um flugvelli númer 139 frá árinu 2014. Séð yfir svæðið umdeilda í Skerjafirði sem Reykjavíkurborg hefur skipulagt undir íbúðabyggð.Reykjavíkurborg Áttunda grein þeirrar reglugerðar um Verndun flugvallarumhverfis kveður á um að samráð fari fram að því er varðar þau áhrif á öryggi sem byggingar, sem fyrirhugað er að reisa innan marka hindranaflatarins og annarra flata sem tengjast flugvellinum, kunni að hafa. Níunda grein um Vöktun flugvallarumhverfis kveður jafnframt á um að samráð verði tryggt að því er varðar „hvers konar byggingastarfsemi eða breytingu á landnotkun á flugvallarsvæðinu“ sem og „hvers konar byggingastarfsemi, sem getur valdið því að hindranir valdi ókyrrð í lofti, sem getur verið hættuleg starfrækslu loftfara,“ segir í Evrópureglugerðinni um flugvelli. Undirskriftasöfnun er í gangi á Ísland.is þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. Aðspurð segir Sigrún Björk engin ný tilmæli hafa borist frá innviðaráðuneytinu né hafi fyrri tilmæli verið dregin til baka eftir að Svandís hvarf úr ráðherraembætti og Sigurður Ingi tók við málaflokknum á ný. Hér má heyra hvað þau Svandís og Sigurður Ingi sögðu um málið fyrir tveimur vikum:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. 20. október 2024 06:20
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41