Fredericia vann þá 28-25 sigur á pólska félaginu Wisla Plock. Eftir tap í fimm fyrstu leikjunum kom loksins fyrsti sigurinn. Félagið er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og það hefur tekið tíma að venjast því að mæta einu af sterkustu liðum Evrópu í hverjum leik.
„Þetta var frábær upplifun og við áttum þetta skilið. Við erum að spila betur og betur með hverjum leik. Þetta var einfalt hjá okkur í kvöld en leikplanið var klárt og það gekk upp,“ sagði Guðmundur við danska ríkisútvarpið.
„Þetta var mjög erfið byrjun hjá okkur á þessu tímabili en við urðum líka að venjast því að spila á þessu stigi. Við vorum að spila vel í fjórða leiknum í röð í kvöld og loksins skilaði það okkur sigri. Ég er stoltur af liðinu. Þetta var stórkostlegt,“ sagði Guðmundur.