Ragnar Þór Ingólfsson afhjúpar veikan blett Sigurjón Þórðarson skrifar 24. október 2024 07:45 Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson hefur staðið einarður gegn vaxtaokrinu sem aðrir flokkar, nema Flokkur fólksins, hafa látið hjá líða eða jafnvel stutt og réttlætt, þar á meðal Samfylkingin. Sama má segja um baráttu Ragnars gegn afarkjörum leigufélaganna. Vaxtaokrið bitnar harkalega á hag heimila og fyrirtækja, en það segir sína sögu að stýrivextir eru nú rúmlega 60% hærri en verðbólga í landinu, með húsnæðisliðinn innifalinn. Það kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar ráðist á framboð Ragnars Þórs, fyrst og fremst fyrir að standa kröftuglega með almenningi og gegn ofurgróða bankanna, á meðan ekki er gerð athugasemd við framboð annarra forystumanna í verkalýðshreyfingunni, meðal annars formanns Rafiðnaðarsambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft afhjúpar andstaðan við Ragnar veikan blett Sjálfstæðisflokksins: að vera fyrst og fremst flokkur þröngra sérhagsmuna þegar á hólminn er komið, og bregðast til varnar ef þeim er ógnað. Því miður virðist engin breyting verða þar á, ef litið er til þeirra frambjóðenda sem hafa raðast í efstu sæti flokksins. Það er ljóst að þeir sem hafa gagnrýnt forystu flokksins hafa ekki átt upp á pallborðið, á meðan klappstýrur og þjónar sérhagsmuna hafa raðað sér í efstu sætin. Það liggur fyrir að hagur heimilanna og fyrirtækjanna í landinu væri mun betri ef tekið hefði verið tillit til sjónarmiða Flokks fólksins. Með þessum málflutningi er Sjálfstæðisflokkurinn að stimpla sig út. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar