Má ekki „verða að engu“ líkt og hjá Blikum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 08:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að geta fagnað í Kópavogi í dag. vísir / pawel „Þetta er virkilega spennandi,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um leik liðsins við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia frá Kýpur í fyrsta leik liðsins í keppninni. Leik sem hefði getað farið á annan veg en Víkingar misstu móðinn undir lokin. „Þetta er stór viðburður í sögu félagsins. Ég held að það séu allir sammála um það þetta nýja deildarkerfi hafi heppnast mjög vel. Þetta gefur mörgum liðum tækifæri. Við töpuðum okkar fyrsta leik illa og þeir unnu sinn stórt en út af þessu fyrirkomulagi komust við aftur inn í þetta með sigri,“ segir Arnar. Verkefni morgundagsins er ekki minna krefjandi þar sem Víkingur mætir sterku Cercle Brugge frá Belgíu. „Þeir spila gríðarlega áhugaverðan leikstíl. Þeir eru mjög beinskeyttir, eru ofarlega yfir alla tölfræði varðandi skyndisóknir, að vinna skyndisóknir og vinna seinni bolta. Þeir eru ekki dæmigert nútíma fótboltalið að því leyti að þeim er alveg sama hvort þeir eru með boltann eða ekki,“ segir Arnar um belgíska liðið sem vann 6-2 heimasigur á St. Gallen í fyrstu umferð. Þónokkuð um meiðsli Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed eru áfram frá og þá meiddust þeir Oliver Ekroth og Valdimar Þór Ingimundarson í leik Víkings við ÍA um síðustu helgi. Jón Guðni Fjóluson er þá tæpur. „Því miður eru Valdimar, Oliver, Matti og Pablo frá á morgun og smá bras á Jóni Guðna. Aðrir eru góðir. Ég hef verið að tönglast á því í sumar að þessi hópur hefur fleytt okkur þetta langt. Það virðist sem þegar lykilmenn vantar að aðrir hafa stigið upp. Vonandi heldur það áfram,“ segir Arnar. Eins og að velja milli barnanna sinna Fyrsti heimaleikur Víkinga í keppninni en leikurinn fer hins vegar fram á Kópavogsvelli þar sem Víkingur hefur háð marga baráttuna við Breiðablik undanfarin ár. „Strákunum okkar finnst gaman að spila hérna. Sú tilfinning mun örugglega fleyta okkur langt. Það eru kunnuglegir hlutir hérna og þegar þú spilar leik af þessari stærðargráðu líður þér eins og þú sért heima hjá þér. Það verður ekki vandamál,“ segir Arnar. Það er skammt stórra högga á milli Víkings enda fram undan úrslitaleikur við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Hvort yrði það stærra fyrir félagið að fá þrjú stig á morgun og verða fyrsta liðið til að vinna í Sambandsdeildinni, eða að verða Íslandsmeistari í þriðja skipti á fjórum árum?“ spyr Andri Már Eggertsson. „Hvort elskar þú meira son þinn eða dóttur þína? Það væri gaman að taka þrjú stigin og taka titilinn á sunnudaginn,“ segir Arnar. Árangur Blika víti til varnaðar Arnar segir Víkinga þurfa að vera meðvitaða um strembið gengi Breiðabliks í keppninni í fyrra þar sem þeim grænklæddu tókst ekki að ná í stig þegar í riðlakeppnina var komið. Menn megi ekki vera saddir þegar í aðalkeppnina er komið. „Blikarnir náðu þessum frábæra árangri en svo fannst manni þetta fjara út og verða að engu í riðlakeppninni. Það var leiðinlegt. Við byrjum núna á að tapa fyrsta leiknum og við gætum lent í sama farinu og þeir í fyrra. Það má bara ekki gerast,“ „Við erum búnir að leggja svo mikið á okkur að komast þetta langt. Við verðum að gefa okkur alla í þetta verkefni. Ekki fara með því hugarfari að sleppa tæklingu vegna þess að þá gæti maður misst af leiknum á sunnudaginn eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Við förum all-in í leikinn og sjáum svo til á föstudag hverjir verða heilir á sunnudaginn,“ segir Arnar. Gerir sitt besta að verða við miðaóskum Margra hugur er við stórleikinn á sunnudag sem er uppselt á. Arnar segist hafa fengið einhverjar beiðnir um miða. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð og bara frá fólki sem ég hef aldrei heyrt í. Mér þykir vænt um það, það er alls ekkert bögg. Fólk hefur áhuga á leiknum og vill koma á leikinn.“ Arnar leit þá í myndavélina og sagði: „Ég geri mitt besta til að verða að ykkar óskum en lofa engu. Það er fókus á morgundaginn [leik dagsins]“. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Víkingur tapaði 4-0 fyrir Omonia frá Kýpur í fyrsta leik liðsins í keppninni. Leik sem hefði getað farið á annan veg en Víkingar misstu móðinn undir lokin. „Þetta er stór viðburður í sögu félagsins. Ég held að það séu allir sammála um það þetta nýja deildarkerfi hafi heppnast mjög vel. Þetta gefur mörgum liðum tækifæri. Við töpuðum okkar fyrsta leik illa og þeir unnu sinn stórt en út af þessu fyrirkomulagi komust við aftur inn í þetta með sigri,“ segir Arnar. Verkefni morgundagsins er ekki minna krefjandi þar sem Víkingur mætir sterku Cercle Brugge frá Belgíu. „Þeir spila gríðarlega áhugaverðan leikstíl. Þeir eru mjög beinskeyttir, eru ofarlega yfir alla tölfræði varðandi skyndisóknir, að vinna skyndisóknir og vinna seinni bolta. Þeir eru ekki dæmigert nútíma fótboltalið að því leyti að þeim er alveg sama hvort þeir eru með boltann eða ekki,“ segir Arnar um belgíska liðið sem vann 6-2 heimasigur á St. Gallen í fyrstu umferð. Þónokkuð um meiðsli Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed eru áfram frá og þá meiddust þeir Oliver Ekroth og Valdimar Þór Ingimundarson í leik Víkings við ÍA um síðustu helgi. Jón Guðni Fjóluson er þá tæpur. „Því miður eru Valdimar, Oliver, Matti og Pablo frá á morgun og smá bras á Jóni Guðna. Aðrir eru góðir. Ég hef verið að tönglast á því í sumar að þessi hópur hefur fleytt okkur þetta langt. Það virðist sem þegar lykilmenn vantar að aðrir hafa stigið upp. Vonandi heldur það áfram,“ segir Arnar. Eins og að velja milli barnanna sinna Fyrsti heimaleikur Víkinga í keppninni en leikurinn fer hins vegar fram á Kópavogsvelli þar sem Víkingur hefur háð marga baráttuna við Breiðablik undanfarin ár. „Strákunum okkar finnst gaman að spila hérna. Sú tilfinning mun örugglega fleyta okkur langt. Það eru kunnuglegir hlutir hérna og þegar þú spilar leik af þessari stærðargráðu líður þér eins og þú sért heima hjá þér. Það verður ekki vandamál,“ segir Arnar. Það er skammt stórra högga á milli Víkings enda fram undan úrslitaleikur við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Hvort yrði það stærra fyrir félagið að fá þrjú stig á morgun og verða fyrsta liðið til að vinna í Sambandsdeildinni, eða að verða Íslandsmeistari í þriðja skipti á fjórum árum?“ spyr Andri Már Eggertsson. „Hvort elskar þú meira son þinn eða dóttur þína? Það væri gaman að taka þrjú stigin og taka titilinn á sunnudaginn,“ segir Arnar. Árangur Blika víti til varnaðar Arnar segir Víkinga þurfa að vera meðvitaða um strembið gengi Breiðabliks í keppninni í fyrra þar sem þeim grænklæddu tókst ekki að ná í stig þegar í riðlakeppnina var komið. Menn megi ekki vera saddir þegar í aðalkeppnina er komið. „Blikarnir náðu þessum frábæra árangri en svo fannst manni þetta fjara út og verða að engu í riðlakeppninni. Það var leiðinlegt. Við byrjum núna á að tapa fyrsta leiknum og við gætum lent í sama farinu og þeir í fyrra. Það má bara ekki gerast,“ „Við erum búnir að leggja svo mikið á okkur að komast þetta langt. Við verðum að gefa okkur alla í þetta verkefni. Ekki fara með því hugarfari að sleppa tæklingu vegna þess að þá gæti maður misst af leiknum á sunnudaginn eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Við förum all-in í leikinn og sjáum svo til á föstudag hverjir verða heilir á sunnudaginn,“ segir Arnar. Gerir sitt besta að verða við miðaóskum Margra hugur er við stórleikinn á sunnudag sem er uppselt á. Arnar segist hafa fengið einhverjar beiðnir um miða. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð og bara frá fólki sem ég hef aldrei heyrt í. Mér þykir vænt um það, það er alls ekkert bögg. Fólk hefur áhuga á leiknum og vill koma á leikinn.“ Arnar leit þá í myndavélina og sagði: „Ég geri mitt besta til að verða að ykkar óskum en lofa engu. Það er fókus á morgundaginn [leik dagsins]“. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira