Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 10:21 Fanney Inga Birkisdóttir með góð tilþrif. Vísir/Anton Brink Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna hefst rétt fyrir miðnætti í kvöld á íslenskum tíma og verður leikurinn spilaður á Q2 leikvanginum í Austin í Texas. Liðin mætast svo öðru sinni þremur dögum síðar á Geodis Park í Nashville, Tennessee. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari er tilneyddur til þess að gera þessa breytingu á landsliðshópnum í kjölfar æfingar íslenska landsliðsins en þarf fékk Fanney Inga höfuðhögg sem veldur því að hún getur ekki tekið þátt í þeim tveimur leikjum sem Ísland á fyrir höndum gegn Bandaríkjunum ytra. ➡️ Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Bandaríkjunum.⬅️ Fanney Inga Birkisdóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/eZnJEAIPV6— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2024 „Hún fékk eitthvað smá höfuðhögg á æfingu og verður ekki klár fyrir leikinn. Að öðru leiti eru allir aðrir leikmenn klárir,“ sagði Þorsteinn um stöðuna á Fanneyju sem og öðrum leikmönnum Íslands í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. Fanney, sem lék lykilhlutverk í marki bikarmeistara Vals á nýafstöðnu tímabili, hefur varið mark íslenska landsliðsins að undanförnu. Auður Scheving sem hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn í hennar stað spilaði fimm leiki í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili með Stjörnunni. Fyrir voru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Inter Milan, og Telma Ívarsdóttir, markvörður nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í íslenska landsliðshópnum og mun Auður nú mynda markvarðarteymi Íslands með þeim.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn