Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 13:22 Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, hefur tekið við sem formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“ Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að hugverkaráð SI móti stefnu og sýn í málefnum hugverkaiðnaðar. Ingvar sitji einnig í stjórn Samtaka fyrirtækja í líf- og heilbrigðistækni sem sé meðal starfsgreinahópa Samtaka iðnaðarins. „Auk Ingvars sitja í Hugverkaráði SI þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI, Gunnar Zoëga forstjóri Opinna Kerfa, Íris E. Gísladóttir rekstrarstjóri Evolytes, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir lögfræðingur hjá Marel, Halldór Snær Kristjánsson framkvæmdastjóri Myrkur Games, Guðmundur Árnason fjármálastjóri Controlant, Hynur Ólafsson yfirlögfræðingur Kerecis, Bergþóra Halldórsdóttir Chief of Staff hjá Borealis Data Centers og Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT hugbúnaðarlausna og Autoledger. Hugverkaiðnaður hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár en Samtök iðnaðarins áætla að útflutningstekjur greinarinnar verði yfir 300 milljarðar króna á þessu ári. Ríflega 18.000 manns starfa í greininni,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingvari Hjálmarssyni, formanni hugverkaráðs SI, að hann sé feykilega spenntur fyrir verkefninu sem fram undan sé. „Ég trúi því að lífskjör á Íslandi séu fólgin í gróskumiklum og sterkum hugverkaiðnaði. Á síðustu árum hefur mikill árangur náðst með þéttu samstarfi Samtaka iðnaðarins, félagsmanna og stjórnvalda. Útflutningur hugverkafyrirtækja hefur tvöfaldast á aðeins fimm árum þökk sé hagfelldu og hvetjandi starfsumhverfi. Á sama tíma og við megum vera stolt af árangri liðinna ára þá erum við rétt að byrja. Tækifæri hugverkaiðnaðarins eru bókstaflega endalaus. Uppbyggingin og stefnumótunin sem hefur átt sér stað í Hugverkaráði SI skapar sterkan grunn til enn frekari sigra í framtíðinni.“ Þá er haft eftir Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI, að hugverkaiðnaður sé ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og geti, ef rétt sé haldið á málum , orðið verðmætasta útflutningsstoðin innan nokkurra ára. „Sókn og vöxtur hugverkaiðnaðar undanfarin ár er ekki tilviljun. Hún kemur til vegna öflugra frumkvöðla en ekki síst stórstígra breytinga á skilyrðum til nýsköpunar hér á landi sem stjórnvöld hafa ráðist í. Við bindum vonir við að sú ríkisstjórn sem tekur við eftir alþingiskosningarnar setji málefni hugverkaiðnaðar í forgang, enda mun það hafa mikil áhrif á hagsæld og lífskjör hér á landi til langrar framtíðar.“
Vistaskipti Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira