Þau séu ósátt við vísun lögreglu til laga í rökstuðningi sínum fyrir niðurfellingu málsins eftir rannsókn í á fjórða ár. Lögreglan hafi vísað í mögulegt brot á 217. grein laga sem fjallar um minniháttar líkamsárásir. Byrlun sé mun alvarlegra mál en svo.
Þá sé mjög óljóst hvaða brot sex blaðamenn, sem höfðu stöðu sakbornings í málinu, hefðu verið grunaðir um og ekki nógu vel rannsakað hvort blaðamennirnir hefðu gerst sekir um fleira en að taka við gögnum. Þá hafi lögregla átt að taka skýrslu af fleira fólki við rannsókn málsins, segir Eva við Ríkisútvarpið.
Ríkissaksóknari þarf að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða.