Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:33 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, hefur skrifað undir skammtímasamning við enska knattspyrnufélagið Wrexham. Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi. Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira
Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi.
Enski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira