„Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Hinrik Wöhler skrifar 25. október 2024 23:00 Arnar Pétursson kemur skilaboðum áleiðis í leiknum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann frækinn sex marka sigur á Pólverjum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EM en mótið hefst eftir rúman mánuð. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira