Ísrael gerir loftárás á Íran Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 00:01 Mynd úr safni. AP/Hassan Ammar Ísraelski herinn hefur hafið loftárásir á Íran. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísraelsher en þeir segjast nú framkvæma hnitmiðaðar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran. Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira