Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar 27. október 2024 06:31 Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar