Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar 27. október 2024 06:31 Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun