Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar 27. október 2024 06:31 Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Kerfið, sem var sett á fót til að styðja okkur, hefur smám saman breyst í ósýnilegan kúgara. Þetta kerfi er ekki lengur til þess að efla okkur og styrkja heldur þvingar okkur í stöðugt ójafnvægi, með sívaxandi kröfum um meira vinnuframlag og sífellt minni umbun. Í stað þess að byggja upp von og bæta lífsgæði okkar, hefur það stigið svo þungt á okkur að við erum hætt að finna fyrir raunverulegri von. Hvað varð um loforðin? Við lifum í samfélagi þar sem margir trúa því að þjáning sé eðlilegur hluti af daglegu lífi, eins og hún sé óhjákvæmileg. Við erum á hverjum degi minnt á það með vaxandi skuldsetningu, verðbólgu og stöðugum þrýstingi um að leggja meira á okkur. Það er aldrei nóg – aldrei nóg að vinna, aldrei nóg að spara, aldrei nóg að reyna. Hvað varð um öryggið sem kerfið átti að veita okkur? Hvað varð um loforðin um að samfélagið myndi standa með okkur, hjálpa okkur að dafna og byggja betra líf? Við höfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki, orðið meðvirk með kerfi sem hagnýtir okkur og reynir að láta okkur trúa því að þetta ástand sé okkar eigin sök. Í stað þess að finna fyrir stuðningi, er okkur sagt að við séum ekki að leggja nógu mikið á okkur. Við þurfum bara að vinna meira, spara meira, vera þolinmóðari. En staðreyndin er sú að kerfið heldur okkur föngnum í vítahring vinnu og neyslu. Því meira sem við leggjum á okkur, því meiri verður skuldsetningin og þrýstingurinn. Því meira sem við vinnum, því fastari verða hlekkirnir. Þetta ástand er ekki tilviljun Þeir sem stjórna kerfinu, þeir sem hagnast mest á því, hafa skapað þetta ástand. Bankarnir græða á skuldsetningu okkar. Ríkisstjórnin virðist stjórnast af hagsmunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda frekar en af hagsmunum almennings. Samfélagið virðist vera hannað til að viðhalda óbreyttu ástandi þar sem þeim ríku er haldið ríkum og þeim sem berjast í bökkum er haldið á sínum stað – bundnum af endalausum kröfum og fjárhagslegu óöryggi. Við erum gaslýst af stjórnvöldum En það er ekki nóg að kerfið haldi okkur föngnum – við erum líka gaslýst af þeim sem stjórna því. Okkur er stöðugt sagt að hagkerfið sé í frábæru standi, að kaupmáttur okkar sé meiri en nokkru sinni fyrr og að við lifum í öruggu og velferðardrifnu samfélagi. Þrátt fyrir að við finnum hið gagnstæða á eigin skinni, halda stjórnvöld áfram að reyna að sannfæra okkur um að þetta sé allt saman bara tilfinning okkar, að raunveruleikinn sé góður og bjartur. Orðræðan sem þau nota gegn okkur til að þagga niður í okkur er kerfisbundin. Þegar við kvörtum yfir hækkuðu matvöruverði, leigu eða vöxtum, er okkur sagt að það sé bara „tímabundið ástand,“ að þetta sé „eðlileg sveifla í hagkerfinu.“ Þeir tala um „jákvæðar hagvaxtarhorfur“ á meðan við, almenningur, erum að drukkna í reikningum og skuldum. Þeir tala um „stöðugleika“ á meðan við upplifum stöðuga óvissu og fjárhagslegt óöryggi. Þegar við finnum fyrir því að kerfið sé ekki að virka fyrir okkur, reyna stjórnvöld að sannfæra okkur um að við séum bara að misskilja ástandið – að við séum of neikvæð, of kvíðin, og að við verðum bara að „bíða“ eftir að hlutirnir lagist. Hvernig breytum við þessu ástandi? Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að finna leiðir til að losa okkur úr þessum vítahring. Við viljum tryggja að almenningur og fyrirtæki fái betri vaxtakjör, eins og tíðkast í nágrannalöndum, sem dregur úr fjárhagslegu óöryggi. Minni afskipti ríkisins og lægri skattar gefa fólki tækifæri til að halda meiru af sínum eigin peningum og skapa sér mannsæmandi líf án óþarfa álags. Auðlindir landsins eiga að nýtast þjóðinni á sjálfbæran hátt til að tryggja meiri hagsæld fyrir alla. Frelsi einstaklinga á að vera í fyrirrúmi og allar nýjar reglur og lög ættu að vera metin út frá því hvort þær styrki frelsi fólks. Við viljum einnig bæta heilbrigðisþjónustu og menntun, með blöndu af opinberum og einkarekstri, þar sem börnin okkar fá betri menntun með meiri áherslu á grunnfög eins og lestur og reikning, og allir hafa tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu. Með þessum aðgerðum viljum við skapa samfélag sem setur hagsmuni fólksins í fyrsta sæti og gefur þeim tækifæri til að lifa betra lífi. Höfundur er í 2.sæti Lýðræðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar