Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. október 2024 08:02 Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Fjölmenning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Þar fór ég í lítinn sveitaskóla þar sem hefðir, menning og líf var allt öðruvísi en þeirra sem bjuggu til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég þurfti að flytja úr sveitarfélaginu til að fara í framhaldsskóla þá kynntist ég nýju fólki sem hafði búið við allt aðrar aðstæður en ég, en ég gleymdi samt ekki mínum gildum, viðhorfum og venjum. Ég er ennþá sveitastúlka í húð og hár sem nýt mín best í fjósagallanum að mjólka beljurnar, í sauðburði með foreldrum mínum eða í réttum á haustin með mínu fólki. Ég nýt mín í kyrrðinni og náttúrunni, með dýrunum og fjallinu heima þar sem ég get týnt ber, jurtir og sveppi á haustin. Það breyttist ekki þótt ég byggi í stórborg í Bretlandi. Núorðið er Ísland orðið fjölbreyttara og skemmtilegra en það var þegar ég var að alast upp. Við erum nútímasamfélag sem samanstendur af fólki með alls konar bakgrunn og sögu. Fólk sem er hér fætt og uppalið, fólk sem hefur flust hingað, eða fólk sem hefur leitað hér skjóls vegna stríðsátaka eða annara hörmunga. Svo býr hér líka fólk sem hefur flust erlendis um tíma og lifað og hrærst í öðrum menningarheimum og komið svo aftur heim – þar með talið ég sjálf. Um skeið bjó ég í Bretlandi þar sem ég kynnist maka mínum, sem á móður sem fluttist þangað frá Indlandi á 8. áratug síðustu aldar. Það mætti því segja að ég hafi svo sannarlega blandast öðrum menningarheimum, og hef ég ekki hlotið skaða af. Þvert á móti hefur það auðgað líf mitt til muna, og gert mig víðsýnni og reyndari – og sömuleiðis gert mér kleift að kynnast ólíkum sjónarhornum, gildum og matseld, svo fátt sé nefnt. Forsætisráðherra sagði á fimmtudag í síðustu viku að við hefðum miklu að tapa ef á Íslandi yrði mikil blöndun menningarheima. Þetta er alls ekki í samræmi við mína reynslu, og raunar ótrúlega mikil vanvirðing við það fólk sem kemur frá öðrum menningarheimum og auðgar samfélagið okkar á hverjum degi. Á Íslandi eru 20% íbúa af erlendu bergi brotnir, og er þetta fólk sem vinnur í skólunum okkar, á hjúkrunarheimilum, á heilsugæslunum, í byggingarvinnu, hönnun, stjórnsýslunni og úti í búð. Þau tilheyra fjölskyldum okkar, eru vinnufélagar okkar og eru vinir barna okkar. Þau eru alveg jafn mikill hluti af okkar menningarheimi og hver annar Íslendingur, þó svo að þau hafi aðra lífsreynslu og við. Mér þykir það með öllu óásættanlegt að einstaklingur sem er í ábyrgðarstöðu gagnvart þjóðinni tali svona um hluta fólks í landinu, og geri lítið úr þeirra framlagi, þeirra sýn og þeirra lífsreynslu. Við sem þjóðfélag eigum miklu betra skilið betur frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – og er ljóst að við þurfum eitthvað öðruvísi en þetta sama gamla sem hefur heldur betur sýnt sig að er ekki að ganga. Kjósum öðruvísi í næstu kosningum – kjósum Pírata. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar