Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2024 10:02 Kim Jong Un og Valdimír Pútín í Pyongyang í sumar. Þar skrifuðu þeir undir varnarsáttmála sem samþykktur var af rússneska þinginu í síðustu viku. AP/Gavriil Grigorov Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Talið er að um þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands og að von sé á þúsundum til viðbótar. Þeir hermenn sem hafa verið sendir hafa fengið þjálfun í austurhluta Rússlands og hafa fregnir borist af því að hópar þeirra hafi þegar verið sendir til Kúrsk í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda enn stórum svæðum og harðir bardagar geisa. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal virðast þeir hermenn sem sendir hafa verið frá Norður-Kóreu til Rússlands ungir. Þeir eru sagðir vera táningar eða rétt rúmlega tvítugir, að mestu, og líklegt þykir að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Þá eru þeir einnig sagðir stuttir og smáir, sem endurspegli umfangsmikla vannæringu í Norður-Kóreu, og hafa þeir líklegast aldrei áður farið út fyrir landamæri einræðisríkisins. Mennirnir eru sagðir hafa fengið sérsveitarþjálfun í Norður-Kóreu, en sérfræðingar segja hana snúast um að ráða menn af dögum og skemma innviði í fjalllendi Suður-Kóreu. Erfitt sé að bera þær aðstæður saman við skotgrafahernaðinn í Úkraínu og í Kúrsk. Vill aðgerðir frá bakhjörlum Í færslu sem hann birti á Telegram í gærkvöldi segir Selenskí að það að Úkraínumenn þurfi líklega að berjast við hermenn frá Norður-Kóreu, sé til marks um að án „sterkra ákvarðana“ frá bakhjörlum Úkraínu muni Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „fjárfesta enn frekar í ógn“. Leyniþjónusta Úkraínu (GUR) hefur gefið út að norðurkóreskir hermenn hafi sést í Kúrsk á miðvikudaginn. Þá sagði forsætisráðherra Hollands á föstudaginn að upplýsingar sem hann hefði frá leyniþjónustu landsins benti til þess að norðurkóresku hermennirnir yrðu líklega sendir til Kúrsk. Úkraínskur hermaður í Kúrsk-héraði.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Dulbúnir sem rússneskir Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í vikunni sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. „Yfirleitt þegar hermenn eru sendir erlendis, halda þeir yfirmönnum sínum og skipanakeðju auk þess sem þeir klæðast stoltir einkennisbúningi sínum,“ sagði varnarmálaráðherrann, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Hann sagði norðurkóreska hermenn vera dulbúna sem rússneska og að þeir heyrðu undir rússneska herforingja. „Við teljum þá lítið annað en fallbyssufóðurs-málaliða.“ Hann sagði einnig að erfitt væri að segja til um hver hermennirnir væru í Rússlandi, þar sem þeim hefði verið dreift og tók fram að auk þeirra um tíu þúsund hermanna sem senda ætti til Rússlands á þessu ári, gætu fleiri verið sendir á næsta ári. Um 26 milljónir manna búa í Norður-Kóreu en talið er að um þriðjungur þjóðarinnar sé annað hvort starfandi í her landsins eða varaliði. Allir menn þurfa að sinna herskyldu í átta til tíu ár og konur í fimm ár. Sendinefnd á leið til Brussel Sendinefnd embættismanna, herforingja og starfsmanna leyniþjónusta Suður-Kóreu mun í vikunni heimsækja Brussel að beiðni Mark Rutte, nýs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og segja leiðtogum frá norðurkóresku hermönnunum í Rússlandi og auknu hernaðarsamstarfi Rússlands og Norður-Kóreu. Yonhap segir að þeir muni mæta til Brussel á morgun. Auk þess að ræða Norður-Kóreu og Rússland, stendur mögulega einnig til að ræða aukinn stuðning ríkisstjórnar Suður-Kóreu við Úkraínumenn. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir mögulegt að Kim Jong Un vilji sjá viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hermannaflutningunum. Mögulegt sé að hann sendi betri hermenn í framhaldinu, falli viðbrögðin í kramið hjá honum. Neituðu fyrst en sögðu málið svo ekki koma neinum við Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Hópur mótmælenda fyrir utan skrifstofu forsetaembættis Suður-Kóreu. Fólkið var að mótmæla mögulegum vopnasendingum til Úkraínu.AP/Ahn Young-joon Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi einnig út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem fram kom að ef hermenn hefðu verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands væri það í samræmi við alþjóðalög. Hermannaflutningarnir brjóta þó gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund hermenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands og að von sé á þúsundum til viðbótar. Þeir hermenn sem hafa verið sendir hafa fengið þjálfun í austurhluta Rússlands og hafa fregnir borist af því að hópar þeirra hafi þegar verið sendir til Kúrsk í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda enn stórum svæðum og harðir bardagar geisa. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal virðast þeir hermenn sem sendir hafa verið frá Norður-Kóreu til Rússlands ungir. Þeir eru sagðir vera táningar eða rétt rúmlega tvítugir, að mestu, og líklegt þykir að tiltölulega stutt sé síðan þeir hófu herkvaðningu. Þá eru þeir einnig sagðir stuttir og smáir, sem endurspegli umfangsmikla vannæringu í Norður-Kóreu, og hafa þeir líklegast aldrei áður farið út fyrir landamæri einræðisríkisins. Mennirnir eru sagðir hafa fengið sérsveitarþjálfun í Norður-Kóreu, en sérfræðingar segja hana snúast um að ráða menn af dögum og skemma innviði í fjalllendi Suður-Kóreu. Erfitt sé að bera þær aðstæður saman við skotgrafahernaðinn í Úkraínu og í Kúrsk. Vill aðgerðir frá bakhjörlum Í færslu sem hann birti á Telegram í gærkvöldi segir Selenskí að það að Úkraínumenn þurfi líklega að berjast við hermenn frá Norður-Kóreu, sé til marks um að án „sterkra ákvarðana“ frá bakhjörlum Úkraínu muni Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „fjárfesta enn frekar í ógn“. Leyniþjónusta Úkraínu (GUR) hefur gefið út að norðurkóreskir hermenn hafi sést í Kúrsk á miðvikudaginn. Þá sagði forsætisráðherra Hollands á föstudaginn að upplýsingar sem hann hefði frá leyniþjónustu landsins benti til þess að norðurkóresku hermennirnir yrðu líklega sendir til Kúrsk. Úkraínskur hermaður í Kúrsk-héraði.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Dulbúnir sem rússneskir Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, lýsti hermönnunum norðurkóresku í samtali við þingmenn í vikunni sem „fallbyssufóðri“. Sakaði hann Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að selja her sinn sem málaliða til notkunar í ólöglegu innrásarstríði. „Yfirleitt þegar hermenn eru sendir erlendis, halda þeir yfirmönnum sínum og skipanakeðju auk þess sem þeir klæðast stoltir einkennisbúningi sínum,“ sagði varnarmálaráðherrann, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Hann sagði norðurkóreska hermenn vera dulbúna sem rússneska og að þeir heyrðu undir rússneska herforingja. „Við teljum þá lítið annað en fallbyssufóðurs-málaliða.“ Hann sagði einnig að erfitt væri að segja til um hver hermennirnir væru í Rússlandi, þar sem þeim hefði verið dreift og tók fram að auk þeirra um tíu þúsund hermanna sem senda ætti til Rússlands á þessu ári, gætu fleiri verið sendir á næsta ári. Um 26 milljónir manna búa í Norður-Kóreu en talið er að um þriðjungur þjóðarinnar sé annað hvort starfandi í her landsins eða varaliði. Allir menn þurfa að sinna herskyldu í átta til tíu ár og konur í fimm ár. Sendinefnd á leið til Brussel Sendinefnd embættismanna, herforingja og starfsmanna leyniþjónusta Suður-Kóreu mun í vikunni heimsækja Brussel að beiðni Mark Rutte, nýs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og segja leiðtogum frá norðurkóresku hermönnunum í Rússlandi og auknu hernaðarsamstarfi Rússlands og Norður-Kóreu. Yonhap segir að þeir muni mæta til Brussel á morgun. Auk þess að ræða Norður-Kóreu og Rússland, stendur mögulega einnig til að ræða aukinn stuðning ríkisstjórnar Suður-Kóreu við Úkraínumenn. Suður-Kórea er einn stærsti vopnaframleiðandi heims en ríkið hefur hingað til ekki viljað senda hergögn til Úkraínu, þrátt fyrir áköll um slíkt frá bakhjörlum Úkraínu eins og Bandaríkjamönnum. Kóreumenn hafa þó selt bandamönnum Úkraínumanna, eins og Pólverjum mikið magn hergagna á undanförnum árum. Einn sérfræðingur sem ræddi við WSJ segir mögulegt að Kim Jong Un vilji sjá viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hermannaflutningunum. Mögulegt sé að hann sendi betri hermenn í framhaldinu, falli viðbrögðin í kramið hjá honum. Neituðu fyrst en sögðu málið svo ekki koma neinum við Ráðamenn í Rússlandi sögðu í fyrstu að fregnir af norðurkóreskum hermönnum í Rússlandi væru rangar. Seinna meir hættu þeir að þræta fyrir þá en staðfestu flutningana ekki. Á föstudaginn sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, svo að það kæmi engum öðrum við hvort Rússar notuðu hermenn frá Norður-Kóreu eða ekki. Hópur mótmælenda fyrir utan skrifstofu forsetaembættis Suður-Kóreu. Fólkið var að mótmæla mögulegum vopnasendingum til Úkraínu.AP/Ahn Young-joon Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi einnig út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem fram kom að ef hermenn hefðu verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands væri það í samræmi við alþjóðalög. Hermannaflutningarnir brjóta þó gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Samþykktum sem Rússar, sem eru með fast sæti í ráðinu og neitunarvald, samþykktu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira